föstudagur, október 27, 2006

Jæja,

var í aðal tímanum hjá Paul Vester þar sem ég kynnti lokaverkefnið mitt....núna er bara að byrja að animera og safna hljóðum og gera þetta!! Ég er að fíla bekkinn minn vel, það er fullt af kreatívu fólki...nokkrir 3d snillingar en flestir eru mjög listrænt sinnaðir og margir með undirgráðu í listum...mér finnst líka áhugavert hvað við erum að gera mismunnandi hluti. Þetta verður spennandi að sjá hvernig þetta kemur allt út, ég mundi segja að meirihluti bekkjarinns væri að gera góða hluti...svo eru svona þrír fjórir sem maður veit ekki alveg með....Verð bara að losa þetta út....ÞAÐ ER FRÁBÆRT AÐ FÁ TÆKIFÆRI TIL AÐ VERA HÉRNA, ÉG ELSKA ÞETTA! Talaði einslega við Paul í gær (eins og ég hef sagt áður er Paul einn af aðalmönnunum í deildinni, breskur, með eitt glerauga og hund....hann er þessi týpa sem segir nákvæmlega það sem honum finnst og ef honum líkar ekki eitthvað gefur svipurinn á honum það upp...mjög fyndið). ALLAVEGANA, talaði við hann og spurði hvort hann vildi vera mentorinn minn (ég var nebblega sett með 3d gaur sem mentor og það er ekki málið fyrir mig!)...og hann var rosalega ánægður...við spjölluðum saman og honum líkar það sem ég er að gera og ég held hann muni geta leiðbeint mér mjög vel (hann og Maureen eru örugglega bestu leiðbeinendurnir..plús að hann er frá evrópu eins og ég..smá tenging). Hann sýndi okkur allt stöffið sem hann var að gera þegar hann var yngri...ótrúlega skemmtilegt og súrt dót, gamlar bjór, tyggjó og súkkulaði auglýsingar frá 8. og 9. áratugnum....frábært hvað hann notaði blandaða tækni, cel-animation, live-action, rotoscoping-collage.....mjög innspírerandi...og maður sér að hann hefur verið að skemmta sér vel í vinnuni sinni....ég er alveg til í að fá starf við að gera auglýsingar á svona experimental máta...svo lengi sem ég get líka verið að gera mitt eigið.
Halloween í kvöld...allir á fullu að skreyta skólan, nammi útum alla veggi og svo verða mörg rými hér innan skólans með mismunnandi tónlist...með hljómsveitum héðan úr skólanum sem og fleiri.
Hei gleymdi alltaf að segja að um daginn þegar það var artopening (sem er alltaf á fimmtudögum) var hljómsveit sem heitir "shakie bones" að spila....ógeðslega hressir strákar frá Berkley...þetta var inní listastúdíóunum fyrir fyrsta árs listanema...mörg lítil herbergi með veggjum sem ná ekki alla leið í þakið, þannig að hljóð berast milli herbergja.
Nú er planið að fara heim og redda einhverjum búning...(sá búningur verður eigi metnaðarfullur, kýs að setja metnað minn frekar í gerð teiknimynda)...svo kemur Ragga með hvítvín og við eldum fisk og svo er Michael með smá get together heima hjá sér þar sem skálað verður í sex on the beach og svo verður haldið í baaaaaaaaaaalllllllllllliiiiiiiiiiiððððððð

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home