laugardagur, september 30, 2006

Allir sem ekki hafa séð myndina "Fantastic Planet" sjá hana núna!! ÞEtta er klikkelsis mynd, frönsk frá 7.áratugnum, súrrealismi í hápunkti, flott animation og GEÐVEIKT soundtrack...Mansi á DVD með þessu...svo á hún t.d nokkrar góðar Polanksi myndir sem er á horfa á listanum mínum. Annars allt gott að frétta. Ég er að fara að endurhanna vinnuaðstöðuna mína hérna afþví nú er ég með MUN betra og meira pláss, sem er frábært! Svo er ég líka búin að nýta aðstöðuna heima...þannig að vinnugírinn er góður! Svo er líka gott að núna er ég búin að taka flest "prófin" sem þarf til að geta notað aðstöðurnar sem ég þarf að nota..t.d risastóru Oxburry vélina....svo var ég farin að verða pirruð á því hvað margar tölvur hérna eru PC en ekki Mac en þetta er einmitt eitt af því sem er verið að umturna í þessari deild...semsagt það er verið að setja upp mun meira af Mökkum...EN þangað til það gerist fann ég paradísina mína, það er svokallað MacLab herbergi sem er aðallega ætlað design krökkunum, en það er rétt hjá vinnuaðstöðuni minni þannig að ég ætla bara að tala við konuna sem er yfir því og fá að vinna þar...Mansi sagði að það væri ekkert mál...svo er gott að ég get alltaf komið þarna gegnum Mansi afþví hún er í design...

Það var smá presentation á föstudaginn sem gekk mjög vel, ég gerði stutt animation og sýndi stilla og hljóð með og ég náði held ég barasta að gera það sem ég hafði séð fyrir mér (ég er viss um að flestir þekkja þetta...það er ekkert mál að fá fullt af hugmyndum og sjá þær fyrir sér, en það að láta þessa hugmynd "come to life" er mun meira challenge og oft er útkoman ekki eins og maður sá fyrir sér...)...það er svo mikið af innblástri hérna ALLTAF að mann langar að gera milljón hluti, en þessi kúrs á föstudögum er rosa góður..."First year short project" heitir hann og við munum gera lokaverkefnið okkar útfrá honum...núna er kennarinn (Paul Vester) ekki aðeins að láta okkur koma með nýjar hugmyndir heldur acctually að visualisera þær OG animera part OG gera presentation eins og maður væri að sækja um vinnu (praktískt!).

Það er eitthvað rosa dæmi í Hollywood í kvöld sem ein stelpan hérna í animation er með...(samt ekki animation) og svo rosa partý á eftir...en ég er svo mikill nörd að ég ætla frekar að animera og kanski fara í bíó.

bless í bili, Una

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home