mánudagur, september 25, 2006

Upptökuhelgin mikla (inní skápum)

Á fimmtudaginn var fyrsta "art opening" hérna í "main gallery" sem er hálfgert "hjarta" skólans...miðpunkturinn...allskyns tónlist spiluð hér og þar; electro, jazz, funk....og listaverk útum alla veggi og freyðivín og bjór gefins. (ég þarf bara núna að ganga frá pappírsmálum og þá mun ég geta verið "bartender" á þessum viðburðum). Svo á föstudaginn fórum ég og Mansi og tveir aðrir strákar úr grafískri hönnun á svokallað "Moblab". Þetta var í "Valencia Center" (ég vissi ekki einu sinni að það væri "center" hérna...þannig að þetta var hálfgerð uppgötvun fyrir mig...bara skítsæmilegt svæði, fullt af búðum og tréin eru skreytt með hvítum ljósaseríum). Við fórum á torg sem er þarna og þar voru semsagt samankomnir margir calarts nemendur, allir "vopnaðir" eigin heyrnatólum og eigin tónlist. Svo þegar klukkan sló 9 settu allir á sig heyrnatólin og byrjuðu að dansa við sína tónlist. Moblab er semsagt hópur fólks sem hittist og dansar...við sína tónlist. ÞEtta var mjög áhugavert á að horfa, en ég og Mansí vorum ekki með heyrnatól þannig að við horfðum á....og viti menn, "security" kallar komu á svæðið og kölluðu hótandi; "stopp this"....og svo töluðu þeir alvarlegir í talstöðina sína og vissu hreinlega ekkert hvað þeir ættu að gera í þessari situasjón, og þeir voru ekki teknir alvarlega. Þeir stóðu þarna í miðri dansþvögunni og reyndu að líta alvarlega út, haha!! þetta var ógeðslega fyndið. Svo kölluðu þeir að fólkinu sem stóð og horfði á: "If you don´t spread, all of you will be arrested!!" HAH! Ég heyrði svo seinna að öll almenningssvæði í "town center" væru í raun í eigu ákveðinna "keðja" og að ef fólk er fleiri en 5 í hóp þá er það talið sem "a gang" og fólkið má ekki vera á svæðinu......AMERÍKA Ó AMERÍKA!
Nú svo fórum við eftir það í partý hjá Winonu (sem er kærasta Max...þau eru voða sæt og sniðug bæði) og þar var ekki mikið af fólki....en endaði í algjöru rugli...það var orðið svo mikið af fólki og loftið var næstum því "unbreathable"....sam gaman sko. Þar var Miwa (2-3 ár MFA exp. animation) hún er rosa fín og fílar að dansa eins og ég og er með góðan tónlistasmekk (Knife og Fannypack og Tiger t.d). Svo var ég mikið að spjalla við rugluðu vinkonu mína hana Amiee...(hún er búin að panta mig til að leika lækni í "life action" partinum af myndinni hennar, Mansi mun leika kött með "diarea"...spennó). Hún talar voða mikið um óþægilega og persónulega hluti og kemur fólki oft úr jafnvægi...en mér finnst hún bara fyndin...hún verður víst oft skotin í fólki sem hún fílar...og núna er hún "apparently" skotin í mér...hún er mjög sérstök ( :
Svo á laugardagskvöldið átti ég stefnumót við Miles...sem spilar á harmonikku en er annars í myndlist. Hann bauð mér fyrst út að borða á tælenskan stað með "fortune cookies" og með matnum fengum við grænt íste, sem er einhverskonar sætur mjólkurkenndur drykkur með krömdum ísmolum...mjög sérstakt og gott. Hann er frá Colorado en mamma hans er hálf ensk og hálf þýsk og pabbi hans er með spænskt blóð í sér (það er svo áhugavert að hitta fólk hérna því fæstir eru héðan og allir hafa mismunnandi bakgrunn og tengingu...ég gleymdi líka alltaf að segja að fyrir utan "bandaríkjamennina" í bekknum mínum þá er slatti af asísku fólki en svo er ein Indersk/nýsjálensk stelpa og ein Írönks stelpa). Allavegana, svo fórum við heim til mín til að taka upp hann að spila á harmonikku. Ég var með rosa græjur sem ég fékk lánað úr skólanum (sem er m.ö.o harður diskur er tengur við góðan mícrófón). Við enduðum með að taka allt upp inní "walk in" skápnum mínum (sem er eins og lítið herbergi)...og gerðum allskonar prufur..gaman.
Svo á laugardaginn átti ég "stefnumót" við Will vin minn úr leiklist (1 ár MFA), ég gaf honum texta með sögu sem ég er búin að vera að fínpússa. Við fórum svo inn í fataskápinn heima hjá honum ( á campusnum) og tókum upp þar og ég er ekkert smá ánægð...hann er góður leikari ( :
Nú svo þegar það var búið átti ég "stefnumót" við David sem er einn af tveimur hörpuleikurum hérna í skólanum...hann býr með Tobbu (sem er á öðru ári í film/video), rosa fínn strákur. Hann hafði teiknað upp handa mér lítið kort af því hvernig ég mundi finna "hörpuherbergið" í tónlistadeildinni (hér búa allir til kort handa manni...ég er að hugsa um að spara öll kortin og gera eitt risakort í lok ársins). Það er fyndið að þótt maður sér orðinn nokkuð sjóaður í að komast um í skólanum þá er maður bara sjóaður í sínu "svæði"..semsagt Film/video svæðinu...Allavegana, ég fann loks hörpuherbergið og frá því ómuðu þessir líka yndislegu tónar. Svo gerði hann allskyns prufur og spilerí...óóótrúlega fallegt...harpa er svo fallegt hljóðfæri.
Svo á leið minni til baka labbaði ég í gegnum ganginn með æfingaherbergjunum og tók að gamni upp hljóðin sem bárust frá herbergjunum...sem voru m.a afrískar trommur, hress gyðingatónlist, dramatískt píanó og funktónlist....þannig að þetta á ég allt til núna í tölvunni minni!!!!! Ég er mjög sátt...og mér finnst ótrúlegt hvað allir voru til í að leyfa mér að taka sig upp! Nú er bara að animera og nota svo hljóðin!
Annars var ég að koma af fundi við Igor Kovalyov. Hann er frá Úkraínu en var líka eitthvað í rússlandi og eitthvað. Ég er að fara að skrifa gera storyboard undir hans leiðsögn...hann er frábær típa..hann kennir bara einn kúrs í calarts og þetta er bara annað árið hans sem kennari, en er annars rosa bissí sjálfur í eigin teikimyndaframleiðslu..sem director....er búin að búa í LA í 15 ár og vinna hjá öllum stæðstu fyrirtækjunum þannig...alvöru gaur. Þannig að mér finnst ekkert smá mikil forréttindi að fá einkafundi með honum til að ræða hugmyndir mínar. Sýndi honum Jón bónda og hann var alvarlegur og þögull eftirá...svo eftir smá pásu sagði hann (með sínum skemmtilega hreim); " you know...leta me tell you what I thing, I allways say what I think...somtimes it iza bad and sometimes it iza good, some people dont like it..but I don´t care......og bla bla bla...svo lýsti hann því hvað honum leyst rosalega vel á þetta...þannig að ég er ánægð með það. Honum leist líka mjög vel á nýju hugmyndina mína (sem er enn í þróun og ég mun eigi ræða hér) og ég held að hann muni hjálpa mér mikið...við enduðum með að fara í mat saman og spjalla..hann ætlar að gefa mér DVD með öllum verkunum sínum!!

Úff, langt blogg. Kveðja, Uns

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home