miðvikudagur, september 06, 2006

skólinn! úff....hann er stór og mikill á fimm hæðum...mín deild er á 1 hæð. Fullt af fólki, fullt að læra á....hér er risa leikhússvið, bíósalur sem hægt er að leigja og sýna myndir....smokkar alltaf til í risastórri skál á Student Affair skrifstofunni, popp á fimmtudögum. Fullt af fólki, stór skóli, fullt af fólki, ógeðslega mikið af góðum græjum...vídjó bókasafn með litlum hólfum og bíóstólum og að sjálfsögðu risa bókasafn þar sem ég sit núna í þráðlausu neti. Í kjallaranum eru allir veggir málaðir og maður má mála ef maður vill...stórir gangar, stór dansherbergi, tónlistaherbergi með alskyns exótískum hljóðfærum (sum meira en 60 ára gömul). Hitti bekkinn minn í dag, margir frá asíu. Ein stelpa frá Rússlandi sem er mjög fín og heitir Vita (minnir mig), svo er Andrew frá uppstate New York við erum búin að kynnast best af bekknum...svo er Michael líka bandarískur, fyndin gaur, hávaxinn með sítt svart hár og voða viðkunnalegur líka. Svo eru Kim (frá Tælandi) og Joyse frá (fokk ég man það ekki) en hún er upprunalega japönsk..hún er rosa fín! Ég, Andrew, Kim, Joyse, Stephen (úr experimental sound) og Brendan (saxafónleikari í jazz tónlist sem býr líka í Woodglen...EINN, greinilega ríkra manna barn!) við sex hittumst í lauginni "minni" í Woodglen (sem er miklu hreinni og huggulegri en skólalaugin) í gærkvöldi og drukkum bjór in the moonlight...þetta var barasta nákvæmlega eins og í bíómyndunum, hah! En núna ætla ég að hætta að skrifa og fara að velja námskúrsa fyrir morgundaginn....og reyna að læra á allt, úff! Ég mun líklega hitta Mansi húsfélaga minn á eftir í fyrsta skipti..hún er búin að vera í New York. Eitt er ég búin að finna út að ég er mjööööööög heppin með íbúð, þetta er miklu betra en kampus, nálægt en samt með eigin, gott og stórt herbergi sem ég get líka notað sem vinnuaðstöðu ef það verður eitthvað þrönt í skólanum. Annars er aðstaðan mjög fín, sérstaklega ef maður fær gott "cubicle" eins og það er kalllað, mun betra í í Royal College...mun betra allt en þar...þannig að ég er fegin að ég er hér. Það er vel hugsað um okkur, maður finnur það að þeir vilja manni allt hið besta, og mér líst vel á kennarana, sniðugir karakterar...ég get reyndar ekki hitt minn mentor á morgun eins og ég átti afþví..ég skal orða þetta eins og kennararnir gerðu: A bug got into his head! Jam, þannig að hann er eitthvað veikur greyið ( :

Fyrirgefið þið allir sem ég hef ekki sent persónulegt bréf...ég kemst bara ekki yfir mikið meira en þetta...en það ættu að vera einhver bréf í pósti í vikunni (: Mig vantar reyndar adressur. Eva og Björg, hver er adressan ykkar? OG Smáragata hvað? Sendi ástarkveðjur...þetter allt að verða að veruleika!!

Un

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

hæ una mín. en hvað þetta hljómar allt fínt!!
ég og björg búum á öldugötu 61, 101, rvk
endiendiendilega sendu okkur bref
knus og kvedjur
evarun

11:25 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home