sunnudagur, september 03, 2006

Ég er komin! Klukkan var orðin 10 að morgni að okkar tíma þegar ég lagðist til rekkju í mínu nýja húsi….ég fór útúr húsi á íslandi kl.12 að hádegi, semsagt 22 tímar án svefns!
Ég og Ragnhildur millilentum í Minneapolis, að ofan leyt það voða viðkunnalega út, svona pínu eins og í þáttunum "Providence" (núna mun ég líklega alltaf nota líkingar úr bandarískum sjónvarpsþáttum). Þetta var lítill og heimilislegur völlur. Það þrufti ég að gefa fingrafar hjá ofurhressum starfsmanni… Þar hitti Ragnhildur stelpu sem er kærasta vinar hennar og er frá Seattle og var á leið þangað…það voru 3 tímar í næsta flug þannig að við forum þrjár og fengum okkur að borða. Það fyrsta sem ég tek eftir í fari bandaríkjamanna er hvað þeir eru opnir og hjálplegir…og það er ekkert feik sko, þeir ERU virkilega að hljálpa manni, ein kellan á vellinum fór útum allan völl til að finna kassa undir áfengið sem ég hafði keypt og varð að tjekka inn…svo segir búðarfólkið náttúrulega alltaf "hi, how are you doing today" sem er auðvitað bara lína, en það er samt brosmillt þegar það segir það…bara kurteisi…og ég fíla það! Kjötlausa salatið sem ég fékk mér var hræðilegt, hálfur kálhaus (já, ekkert skorinn í bita, bara kálhaus), pínulítið af kassalaga tómatabitum og fullt af fínlega röspuðum appelsínugulum osti…og feit sósa.
Svo var haldið til L.A og ég tók strax eftir að í þessu flugi var fólkið orðið "LA legra"…meira af feitum brúnum köllum í hawaiskyrtum osfr. Vélin hristist mikið…en svo sofnaði ég og vaknaði yfir LA í niðamyrkri og mikilli ljósadýrð…ekki eins mikið "providence" í gangi og mengunarþoka yfir borginni…huggó. En það var samt ekkert mál að labba að töskunum alveg eins og í Minneapolis…voða einfallt og þægilegt. Við vorum báðar allveg búnar af þreytu og maður var ekki að fatta alveg að maður var kominn. Svo biðum við smá…og svo komu Hlynur töffari og Leah kærasta hans á flotta bílnum hennar…voða viðkunnaleg stúlka…frá kóreu…var að klára Experimental animation í fyrra, öll fjölskylda hennar er í Kóreu, býr og starfar núna í Santa Monica sem er í raun einn partur af LA…þar er hún að vinna við "motion graphics" og fær að gera handgert animation…þannig að það hljómar mjög vel! Svo seinna um kvöldið kíktum við við hjá vinum hennar (kærustupar sem var líka að klára Exp. Animation)….þau eru líka að flytja til Santa Monica….það er greinilega vinsælt. EN semsagt, komnar til LA…erfitt að lýsa þessu, ekki beint svona hómí…svo komum við fljótt til Valencia…sáum reyndar ekki mikla breytingu…en meira af trjám og aðeins meira hómí. Lyktin í Valencia er svona sæt, krydd/blómalykt…mikil lykt af trjánum. Keyrðum fyrst einn rúnt kringum skólan…sáum samt ekki mikið en tvennt get ég þó staðfest; nr.1 íbúðin mín er í mesta lagi 3 mínutur frá skólanum labbandi…sem er alveg frábært miðað við hvað það eru langar vegalengdir og vont göngufæri nr.2 skólinn virðist vera mun minni en ég gerði mér í hugarlund og Leah sagði það líka, hún notaði meira að segja lýsingarorðið "small"….en Hlynur var ekki alveg sammála…held ég verið að sjá þetta aftur og dæma svo…en eitt er víst, að maður á eftir að kannast við flesta í skólanum eftir smá tíma.
Nú svo keyrðum við Ragnhildi á sinn stað, í Stevenson Ranch, hún mun búa með voða viðkunnalegri eldri þýskri konu…í litlu herbergi á þriðju hæð, inní svona húsaþyrpingu. Voða notalegt hús…ekkert svo stórt herbergi og því miður er þetta ekki 10 labb í skólna eins og konan hafði sagt…meira svona 20-25 min en það er hjólastígur meðfram stóra veginum sem skólinn liggur við, þannig að hún hjólar þetta bara. Svo var haldið í Woodglen…heim til mín. Hinummegin við skólan er stórt grindverk sem "heldur utanum" Wooglen svæðið, beygjum þar inn, leggjum og finnum íbúðina mina nr.272. Þetta er alltaf neðri og efri íbúð…og mín er eftri. Litlir göngustígar leiða að húsinu. Komum inn og þetta er voðalega huggulegt og fínt, stærra en ég hafði séð fyrir mér. Maður labbar inn í stofuna og þá er risa gluggi/rennihurð sem leiðir útí svalirnar á hægri hönd. Á vinstri hönd er vænn eldhúskrókur (sé strax fyrir mér matarboðin) með gashellum og stórri viftu í loftinu. Mansi er með mátulega mikið að dóti hérna; eldhúsborð og stóla, sofa og tvo aðra stóla og hillu OG stóran kassa af vínilplötum og plötuspilara! (Sé aftur fyrir mér matarboðin). Svo eru herbergin rúmgóð og fín, annað er aðeins stærra með risastóru "walk in" skápaherbergi…en það er líka stór fataskápur innbyggður í hitt herbergið. Nú svo gerði Leah fínt kort handa mér af svæðinu í kring…og það er allt sem ég þarf í göngufæri…Wholefoods sem er heilsubúðin er samt aðeins lengra…hinummegin við skólan. Nú svo uppgötvuðum við að það var ekki einu sinni klósettpappír á heimilinu þannig að Leah bauðst til að keyra mig í búð (þvílíkt hjálpleg!) klukkan var þá orðin 2 um nóttina hér (9 að morgni á mínum tíma). Fyrsta verslunarferðin; sáum skunk á leiðinni…hér er allt útí úðarakerfi sem sprautast á mann.
Svo svaf ég hérna á sófanum í stofunni í nótt…og núna ætla ég í sturtu og svo ætla ég að labba niðrá Starbucks og fá mér kaffi og senda þetta bréf…svo ætla ég í símabúðina að kaupa mér nýtt hleðslutæki fyrir síman…get ekkert hlaðið hann, svo koma Hlynur og Leah á eftir …og örugglega Ragnhildur og við ætlum að skoða okkur aðeins um, og fara jafnvel í IKEA og kaupa rúm handa mér. Annars er Hlynur að bíða eftir svari varðandi íbúð hérna í Woodglen sem hann og Dillon bekkjarbróðir hans ætla að leigja, sem er sko í kallfæri frá minni íbúð, reynda á neðri hæð samt…en við gætum bæði staðið á svölunum og talað saman og veifað ( :
Annars finn ég að þetta er allt voða skrítið, ég á eftir að taka þetta betur inn…þetta er öðruvísi en allt….úff..segi betur frá seinna. Það er sól úti…en samt bara gott hitastig inni, ekki og kallt eða heitt. Nú hætti ég.

Una í kaliforníu.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home