LA!
LA er stór og mikil...og ekki nærri því eins heit og Valencia. Við fengum að gista hjá frænku Ragnhildar. Hún er 23 ára og er frá Washington (hún er hálfíslensk), heitir Leah og er algjör beiba með aflitað hár og voða amerísk, leikkona að mennt og er að fara í leikprufur (eða "auditions" eins og þeir segja hér vestra). Þannig að maður fékk ameríska drauminn strax beint í æð, hún er á svokölluðu "raw food" fæði, sem þýðir að hún borðar ekkert steikt eða soðið, allt lífrænt og ekkert kjöt og brauð osfr...þetter víst það heitasta í dag. Hún vinnur hliðina á Sony animations og ImageWorks sem er nýtt fyrirtæki sem er að framleiða slatta af myndum (hún sagðist geta látið þá fá "reel" frá mér...tengslanet, tengslanet...). Við gistum í íbúðinni hennar nálægt Santa Monica. Hún býr þar ásamt nýgiftu pari, konan er módel og rosa flott pía (nei þær eru það sko ekki allar þarna í LA) þau eru mormónar....jesúmyndir á veggjum og svona...pínu fyndið, mormónamódel.
Á leiðinni frá Valencia til LA (sem var pínu kreisí ferð afþví Leah talaði voða mikið og notaði hendur til áherslu en var samt að keyra á svona 90 km hraða á fimm akreina hraðbraut) keyrðum við gegnum part sem er bara hérna rétt hjá Woodglen og lítur út alveg eins og "Mistery Lane" í desperate houswifes...það er rugl! Bandaríski fáninn meiraðsegja stundum hangandi, úff! Svo keyrðum við framhjá skiltum með nöfnum sem maður kannast við eins og Mulholland Drive, Pasadena, Burbank og keyrðum svo inní Culver City ofl. Fórum svo á Venice beach og sáum kyrrahafið! Það er svo margt að segja um þennan stað...það sem ég tek aðallega eftir er að það er rosalega mikið af mexíkönum og spænsku-talandi liði í LA...og svo keyrir maður líka gegnum hverfi sem eru bara eins og mexíkó, oft mjög fallegur arkítektúr og skemmtileg stemning...svo er líka mikið af óaðlaðandi senum. Svo fórum við á Hollywood Boulevard...ekki aðlaðandi gata...en samt áhugavert. Löbbuðum gegnum hóp af svona tvítugum krökkum á leiðinni á ball, og stelpurnar voru eins og hórur þær voru svo mikið málaðar! Við fórum og skoðuðum handaför stjarnanna í gagnstéttinni og stóðum í tröppunum þar sem Óskarinn fer fram og sáum nöfn allra gömlu stjarnanna sem eru steypt í marmarastjörnum meðfram allri götunni. Einstaka voru ekki með neinu nafni og það er þá eitthvað sem á eftir að koma seinna. Svo í morgun tók Leah okkur á stað sem heitir "The leaf" sem er nafn með rentu því flest sem þar er serverað (allt hrátt) er rúllað inní risastór laufblöð í staðin fyrir pönnuköku eins og Falafel og svoleiðis...bara askoti gott, en ansi massíft til lengdar, mikið "tigg". Svo fengum við obboðslega djúsí "brownie" í eftirrétt...sem var náttlega ekki brownie frekar en ég heiti Gulla Jóns..en voða sætt og gott. Svo fórum við á Santa Monica beach sem er víst svona frekar subbuleg strönd en mér fannst hún bara fín...risastór, eins og allt hérna. Ég var svo sniðug að gleyma bikiníbuxunum mínum og fór því í stuttbuxnapilsinu sem ég var í útí....sem var ekki mjög heppnað afþví það lak alltaf niðrum mig. Svo voru rosa stórar öldur (maður verður að prófa sörfið) en ég var ekkert voða kúl afþví þegar aldan kom reif hún mig næstum úr buxunum...og svo í eitt skiptið rétt náði ég að grípa í þær svo þær dittu ekki en þá vildi ekki betur til en svo að toppurinn minn hafði færst heldur betur til, m.ö.o ég var á brjóstunum...önnur alda var á leiðinni...þannig að ég varð að halda í buxurnar og reyna að laga haldarann í leiðinni...ég er viss um að þeir hafa skemmt sér vel kallarnir í kring.
Svo í kvöld fórum við á annan svona "raw food" stað í Santa Monica sem var rosalega kósí...svona hippafílingur. Þar fékk ég mér "pizzu" sem er í raun hrátt gums og grænmeti og hnetur ofaná einhverju stífu sem er gott á bragðið en ég hef ekki hugmynd um hvað er..mjöög góð pizza, en ekkert sérstakur "almond milk" drikkurinn sem ég fékk mér. Gaurinn á staðnum var var mikið inní kvikmyndagerð og sagðist vera hrifinn af Nói albinói....og svo auðvitað SigurRós og Björk..Svo fórum við í mína uppáhaldsbúð sem var þarna rétt hjá...reyndar var þetta hverfi í Santa Monica það mest aðlaðandi sem ég hef séð af LA.....jæja nú ætla ég að sofa afþví á morgun er stóri dagurinn, Student Orientation í skólanum!!!
Ég býst við að ég muni ekki blogga svona innihaldsnákvæmu bloggi á næstunni...þetta tekur svo mikinn tíma!
uns
LA er stór og mikil...og ekki nærri því eins heit og Valencia. Við fengum að gista hjá frænku Ragnhildar. Hún er 23 ára og er frá Washington (hún er hálfíslensk), heitir Leah og er algjör beiba með aflitað hár og voða amerísk, leikkona að mennt og er að fara í leikprufur (eða "auditions" eins og þeir segja hér vestra). Þannig að maður fékk ameríska drauminn strax beint í æð, hún er á svokölluðu "raw food" fæði, sem þýðir að hún borðar ekkert steikt eða soðið, allt lífrænt og ekkert kjöt og brauð osfr...þetter víst það heitasta í dag. Hún vinnur hliðina á Sony animations og ImageWorks sem er nýtt fyrirtæki sem er að framleiða slatta af myndum (hún sagðist geta látið þá fá "reel" frá mér...tengslanet, tengslanet...). Við gistum í íbúðinni hennar nálægt Santa Monica. Hún býr þar ásamt nýgiftu pari, konan er módel og rosa flott pía (nei þær eru það sko ekki allar þarna í LA) þau eru mormónar....jesúmyndir á veggjum og svona...pínu fyndið, mormónamódel.
Á leiðinni frá Valencia til LA (sem var pínu kreisí ferð afþví Leah talaði voða mikið og notaði hendur til áherslu en var samt að keyra á svona 90 km hraða á fimm akreina hraðbraut) keyrðum við gegnum part sem er bara hérna rétt hjá Woodglen og lítur út alveg eins og "Mistery Lane" í desperate houswifes...það er rugl! Bandaríski fáninn meiraðsegja stundum hangandi, úff! Svo keyrðum við framhjá skiltum með nöfnum sem maður kannast við eins og Mulholland Drive, Pasadena, Burbank og keyrðum svo inní Culver City ofl. Fórum svo á Venice beach og sáum kyrrahafið! Það er svo margt að segja um þennan stað...það sem ég tek aðallega eftir er að það er rosalega mikið af mexíkönum og spænsku-talandi liði í LA...og svo keyrir maður líka gegnum hverfi sem eru bara eins og mexíkó, oft mjög fallegur arkítektúr og skemmtileg stemning...svo er líka mikið af óaðlaðandi senum. Svo fórum við á Hollywood Boulevard...ekki aðlaðandi gata...en samt áhugavert. Löbbuðum gegnum hóp af svona tvítugum krökkum á leiðinni á ball, og stelpurnar voru eins og hórur þær voru svo mikið málaðar! Við fórum og skoðuðum handaför stjarnanna í gagnstéttinni og stóðum í tröppunum þar sem Óskarinn fer fram og sáum nöfn allra gömlu stjarnanna sem eru steypt í marmarastjörnum meðfram allri götunni. Einstaka voru ekki með neinu nafni og það er þá eitthvað sem á eftir að koma seinna. Svo í morgun tók Leah okkur á stað sem heitir "The leaf" sem er nafn með rentu því flest sem þar er serverað (allt hrátt) er rúllað inní risastór laufblöð í staðin fyrir pönnuköku eins og Falafel og svoleiðis...bara askoti gott, en ansi massíft til lengdar, mikið "tigg". Svo fengum við obboðslega djúsí "brownie" í eftirrétt...sem var náttlega ekki brownie frekar en ég heiti Gulla Jóns..en voða sætt og gott. Svo fórum við á Santa Monica beach sem er víst svona frekar subbuleg strönd en mér fannst hún bara fín...risastór, eins og allt hérna. Ég var svo sniðug að gleyma bikiníbuxunum mínum og fór því í stuttbuxnapilsinu sem ég var í útí....sem var ekki mjög heppnað afþví það lak alltaf niðrum mig. Svo voru rosa stórar öldur (maður verður að prófa sörfið) en ég var ekkert voða kúl afþví þegar aldan kom reif hún mig næstum úr buxunum...og svo í eitt skiptið rétt náði ég að grípa í þær svo þær dittu ekki en þá vildi ekki betur til en svo að toppurinn minn hafði færst heldur betur til, m.ö.o ég var á brjóstunum...önnur alda var á leiðinni...þannig að ég varð að halda í buxurnar og reyna að laga haldarann í leiðinni...ég er viss um að þeir hafa skemmt sér vel kallarnir í kring.
Svo í kvöld fórum við á annan svona "raw food" stað í Santa Monica sem var rosalega kósí...svona hippafílingur. Þar fékk ég mér "pizzu" sem er í raun hrátt gums og grænmeti og hnetur ofaná einhverju stífu sem er gott á bragðið en ég hef ekki hugmynd um hvað er..mjöög góð pizza, en ekkert sérstakur "almond milk" drikkurinn sem ég fékk mér. Gaurinn á staðnum var var mikið inní kvikmyndagerð og sagðist vera hrifinn af Nói albinói....og svo auðvitað SigurRós og Björk..Svo fórum við í mína uppáhaldsbúð sem var þarna rétt hjá...reyndar var þetta hverfi í Santa Monica það mest aðlaðandi sem ég hef séð af LA.....jæja nú ætla ég að sofa afþví á morgun er stóri dagurinn, Student Orientation í skólanum!!!
Ég býst við að ég muni ekki blogga svona innihaldsnákvæmu bloggi á næstunni...þetta tekur svo mikinn tíma!
uns
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home