mánudagur, september 11, 2006

Hollywood og O.C

Já ég fór í partý í Hollywood á laugardagskvöldið og á Laguna Beach í Orange County á sunnudaginn. Þessi vika sem ég er búin að vera hérna er allt öðruvísi en ég hafði ýmindað mér; ég er umkringd skemmtilegu fólki allan daginn og alltaf eitthvað skemmtilegt að gerast. Þetta verður auðvitað ekki svona eftir að skólinn byrjar...en þetta er snilld! Mansi meðleigjandi minn er snilld! Mjög töff og klár stelpa, voða afslöppuð týba og við erum með sama húmor og hún er með mjöög góðan tónlistasmekk (kynnti mig t.d fyrir nýjustu hljómsveit stúlknanna í Cocorosie, "Metalic Falcon"...og svo Barr, eða Brendan Fowler sem er víst að spila hérna næsta mánudag...bæ þe vei, Sufjan er líklega að spila hérna í október!) Ég hefði aldrei getað ýmindað mér að það væri svona frábært að vera hérna. L.A er auðvitað voða mismunnandi eftir stöðum, en maður þarf bara smá tíma til að fatta hvernig borgin virkar (og auðvitað bíl). Laguna svæðið í Orange County (eða O.C eins og það heitir í sjónvarpinu) er GEÐVEIKT! Þetta eru allt einhverjar villur...en samt aðlaðandi, fullt af gróðri í kring, þetta lítur út eins og sett í ævintýrabíómynd (svo sá ég "humming bird" og drekaflugu í fyrsta skipti...fuglinn er sá minnsti sem ég hef nokkurntíma séð, u.þ.b jafnstór og ópalpakki og drekaflugan er örlítið minni). Ströndin var bara lítil, milli tveggja stórra kletta..og ég prófaði svokallað "bodyboard" sem er helmingi minna en svona "surfboard"...og öldurnar voru hrikalega stórar...ógeðslega gaman, nema þegar ég lenti undir einni og fékk sand og vatn í nefið og sýndi brjóst...aftur! (sjá fyrra blogg).Ég fór þangað með Mansi og vinkonu hennar sem er líka í grafískri hönnun. Kúrsarnir þeirra hljóma líka rosa spennandi, og ég ætla pottþétt að taka silkiþrykk kúrs bráðum!
Já við fórum semsagt í partý hjá kærustu Dillons á laugardaginn. Rosa fansí inngangur með pálmatrjám og ljósum...enn og aftur, eins og í bíó (þetta er orðin úreltur frasi hjá mér). Íbúðin sjálf var lítil og maður þekkti ekki marga, en þó var mér boðið í partý næstu helgi hjá stelpu í EA MFA3 (sem þýðir, exp. Animation masters á þriðja ári...hér eftir mun ég skammstafa) og í tónlistanámi, trommugaur...(hann þekkti nokkra tónlistamenn frá íslandi, t.d Jóel Pálsson saxafónleikara ofl). Þau búa í Val Verde sem er svæði nær eyðimörkinni, þar eru stór hús á minna verði, en það er líka langt frá skólanum. Svo voru þarna á boðstólnum fyrir utan bjór og tjekknesk skot "korndog" sem er pulsa inní djúpsteiktu brauði á pinna..og svo djúpsteikt deig með flórsykri útá (þetta er eitthvað ægilegt delíkatess sem ég man ekki hvað heitir...en er satt að segja hevíti gott bara). Annars var partýið ekkert sérstakt og Dillon gerði þau mistök að hafa kveikt á tölvuleik í sjónvarpinu (sem er súrasti tölvuleikur sem ég hef séð; þú velur þér eitthvað umhverfi sem getur verið blómagarður, matvörubúð ofl og svo ertu rúllandi límbollti og átt að láta sem flest dót í þessu umhverfi límast við boltann á sem minnstum tíma líkt og snjóblolti...hlutirnir sem límast geta verið allt frá blómi uppí blokkir og dádýr....já frekar súrt).
Annars er maður voða heilsusamlegur hérna, alltaf að synda í lauginni og svo erum ég Andrew og Ragnhildur búin að stofna hlaupaklúbb...fórum að hlaupa á laugardaginn, skoðuðum í leiðinni desperate houswifes hverfið hérna rétt hjá. Svo á föstudögum eru opnir tímar á morgnanna í jóga..sem passar fullkomlega fyrir mig afþví ég er í tímum eftir hádegi...Annars skráði ég mig í að vinna á barnum þegar það eru listasýningar á fimmtudögum..þá væri maður bara að hella í glös meðan fólk nýtur sýningarinnar...12 dollarar á klukkutímann...sem þykir gott. Fyrir þá sem ekki vita þá eru alltaf listasýninar hjá mismunnandi deildum innan skólans á fimmtudögum...og þá er ókeypis áfengi...og ég segi bara "sweet" eins og þeir segja hér syðra. Jæja, Andrew er að fara að koma og ég er búin að lofa honum að klippa hár hans (hann heldur að ég geti klippt bara afþví ég klippti mitt hár...).
Annars ætla ég að koma því í kring að fá net heima....þetta er svo óþægilegt að vera alltaf á bókasafninu...

uns

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home