mánudagur, október 30, 2006

hér eru mjög lýsandi myndir frá Halloween sem Moises bekkjarbróðir setti upp:

http://alum.calarts.edu/~mjimenez/mocherz/images/halloween/

fyrri hlutinn er úr partýinu hjá Dillon og Hlyni í Woodglen...

sunnudagur, október 29, 2006

http://www.flickr.com/photos/unacalarts/

meira seinna

laugardagur, október 28, 2006

kúltúrsjokk. Það er allt sem ég hef að segja um halloween partíið í gær....
einn gaur var dark side of the moon (semsagt í þríhyrningi haldandi á regnbogasprota)
nekt nekt nekt, sexappeal, drykkja, hiti, blóð, dimma og sjálflýsandi hlutir, langar security raðir
menn með grímur komandi upp að manni og/eða potandi í ´mann...sem ég vissi ekkert hvort ég þekkti

ætla að fá mér flickr.com bráðum þar sem ég get sett upp myndir.

Annars er ég komin með djobb. Vester bað mig að vera "Pensiltestroom monitor"....sem þýðir að ég er með umsjón yfir aðalherberginu hérna í stúdíóinu, þar gerum við test fyriyrir teiknaða animationið og þar er líka "multiplane" herbergið (það er semsagt herbergi með myndavélastandi og layeruðum glerplötum þar sem maður getur layerað beint undir kamerunni.) Við munum taka kúrs í að nota þessa græju á næstu önn EN þar sem ég er orðin TA (teacher assistant) mun ég fá aðgang að þessu og læra á þetta núna..mjög gott mál. OG ég fæ semsagt borgað.

Svo gleymdi ég að segja að ég er flutt í mun huggulegra vinnusvæði...núna erum við MFA nemendurnir öll á ákveðnu svæði sem er miklu skemmtilegra. I kringum mig er bara gott fólk; Andrew, Joice, Lorens (skiptinemi frá frakklandi, frábær stelpa...rosa klár), Bo Sul, Jackie 3d snillingur og ógeðslega góður í animation og svo er Nandita inverska hérna rétt við....listræn og sniðug stelpa.

jæja, ætla að fara heim...er frekar eftir mig eftir gærdaginn, við Mansi ætlum á The farmers marked í fyrramálið...markaður með fullt af ávöxtum og grænmeti alla sunnudaga.

stuð, Þuna

föstudagur, október 27, 2006

Jæja,

var í aðal tímanum hjá Paul Vester þar sem ég kynnti lokaverkefnið mitt....núna er bara að byrja að animera og safna hljóðum og gera þetta!! Ég er að fíla bekkinn minn vel, það er fullt af kreatívu fólki...nokkrir 3d snillingar en flestir eru mjög listrænt sinnaðir og margir með undirgráðu í listum...mér finnst líka áhugavert hvað við erum að gera mismunnandi hluti. Þetta verður spennandi að sjá hvernig þetta kemur allt út, ég mundi segja að meirihluti bekkjarinns væri að gera góða hluti...svo eru svona þrír fjórir sem maður veit ekki alveg með....Verð bara að losa þetta út....ÞAÐ ER FRÁBÆRT AÐ FÁ TÆKIFÆRI TIL AÐ VERA HÉRNA, ÉG ELSKA ÞETTA! Talaði einslega við Paul í gær (eins og ég hef sagt áður er Paul einn af aðalmönnunum í deildinni, breskur, með eitt glerauga og hund....hann er þessi týpa sem segir nákvæmlega það sem honum finnst og ef honum líkar ekki eitthvað gefur svipurinn á honum það upp...mjög fyndið). ALLAVEGANA, talaði við hann og spurði hvort hann vildi vera mentorinn minn (ég var nebblega sett með 3d gaur sem mentor og það er ekki málið fyrir mig!)...og hann var rosalega ánægður...við spjölluðum saman og honum líkar það sem ég er að gera og ég held hann muni geta leiðbeint mér mjög vel (hann og Maureen eru örugglega bestu leiðbeinendurnir..plús að hann er frá evrópu eins og ég..smá tenging). Hann sýndi okkur allt stöffið sem hann var að gera þegar hann var yngri...ótrúlega skemmtilegt og súrt dót, gamlar bjór, tyggjó og súkkulaði auglýsingar frá 8. og 9. áratugnum....frábært hvað hann notaði blandaða tækni, cel-animation, live-action, rotoscoping-collage.....mjög innspírerandi...og maður sér að hann hefur verið að skemmta sér vel í vinnuni sinni....ég er alveg til í að fá starf við að gera auglýsingar á svona experimental máta...svo lengi sem ég get líka verið að gera mitt eigið.
Halloween í kvöld...allir á fullu að skreyta skólan, nammi útum alla veggi og svo verða mörg rými hér innan skólans með mismunnandi tónlist...með hljómsveitum héðan úr skólanum sem og fleiri.
Hei gleymdi alltaf að segja að um daginn þegar það var artopening (sem er alltaf á fimmtudögum) var hljómsveit sem heitir "shakie bones" að spila....ógeðslega hressir strákar frá Berkley...þetta var inní listastúdíóunum fyrir fyrsta árs listanema...mörg lítil herbergi með veggjum sem ná ekki alla leið í þakið, þannig að hljóð berast milli herbergja.
Nú er planið að fara heim og redda einhverjum búning...(sá búningur verður eigi metnaðarfullur, kýs að setja metnað minn frekar í gerð teiknimynda)...svo kemur Ragga með hvítvín og við eldum fisk og svo er Michael með smá get together heima hjá sér þar sem skálað verður í sex on the beach og svo verður haldið í baaaaaaaaaaalllllllllllliiiiiiiiiiiððððððð

þriðjudagur, október 24, 2006

eitt fljott blogg.

Brjalad ad gera. Var i grillveislu hja Freddie vini minum i Pasadena um helgina, gott ad komast eitthvad ut. Eg og Mansi keyrdum tangad, fallegur stadur, meiri grodur en i LA (pasadena er partur af staerra LA svaedinu en er stranglega ekki i LA borginni). Freddie er sjalfur ad laera i San Francisco en mamma hans byr tarna...mjog kosy gata sem tau bua a og saett hus. Tarna voru semsagt alskyns vinir hans og Kyle og Hanna (sem Eva Run og fleiri tekkja). Eg a godar myndir sem eg kem upp einhverntima.

A fostudaginn skiladi eg inn seinni hugmyndinni ad lokaverkefni fyrir tetta arid og tad gekk mjog vel, nu tarf eg ad velja hvora hugmyndina eg aetla ad gera. I badum tilfellum skiladi eg inn tvi sem kallast "animatic" sem tydir ad madur gerir "hreyfanlegt" storyboard, semsagt, still myndir blandad vid sma animation og hljod yfir. Med tessu getur madur nebblega fengid svo goda tilfinningu fyrir hugmyndinni, tu er med hreyfinguna, tu ert med visualana og tu ert med hljod til ad finna stemninguna. Hugmyndir minar og visualiseringar virdast falla i godan farveg baedi hja samnemendum og kennurum. Fyrri hugmyndin min var meira abstrakt experimental og oljos en hin hugmyndin er fullgerd saga med upphafi og enda, lettari, litrikari og i raun "skemmtilegri" og potttettari ad vissu leyti. Badar eru frekar surar og heimspekilegar eins og mer einni er lagid (he he), eg mundi segja ad taer vaeru badar experimental, fo sjo. Held eg geri badar. Tad er nebblega annar kurs sem eg er i tar sem vid eigum ad skila 1 minutu mynd sem lokaverkefni og tad er fullkomid fyrir fyrri hugmyndina mina. Vid munum einnig laera ad setja ta mynd yfir a 35 mm filmu sem verdur gott fyrir mig aftvi eg er enn oreynd i filmunum. A naesta ari mun eg taka kursa sem tengjast tvi meira, t.d rispa a filmu.

Saum rosa flott animation eftir einn itala, hann notast vid mjog blandada taekni en heldur adferdunum leyndum. Madur getur samt sed ad hann notar "rotoscoping" (sem tydir ad tu notast vid alvoru vidjo af manneskju til ad bua til hreyfinguna fyrir tinn eiginn karakter) og hann notar ljosmyndir og ljosritunarvel, og malar undir myndavelinni annadhvort ofana glaeru eda beint a ljosrit...jam blondud taekni semsagt. Hann heitir TOCCAFONDO. Onnur verk sem Maureen benti okkur a eru verk Max Ernst og Joseph Cornell.

Annars hef eg nuna eina viku til ad gera naesta teikniverkefni OG klara soundtrackid mitt OG akveda hvora hugmyndina eg geri fyrir lokaverkefni og kynna tad. Svo erum eg og Mansi bunar ad kaupa mida a eitthvad rosastud band sem er ad spila og godum bar i LA a fimmtudaginn OG a fostudaginn er Halloween partyid sem folk er buid ad vera ad tala um sidan eg steig faeti inni tetta land...tetta Halloween daemi er jafnstort og jolin eda staerra...rugl! En tad verdur gaman ad sja buningana...eg hef lika heyrt ad tad seu alltaf nokkrir sem koma naktir a svaedid...

Annars vil eg benda a ad eg mun uppfaera vefsiduna mina med nyju doti tegar eg fae meiri tima...vil lika benda a ad baekurnar sem eg var ad gera bokacover fyrir rett adur en eg for ut eru komnar ur prentun og kemur vist svona askoti vel ut hef eg heyrt...laet vita tegar taer koma i budir, allar trjar baekurnar eru gefnar ut af Nyhil.

bless i bili, uns

þriðjudagur, október 17, 2006

hó hó!

Martha Colburn var gestalistamaður í kvöld og sýndi allar myndirnar sínar...líka þá sem hún er að vinna að núna....ógeðslega inspirerandi dót...afþví hún bara lætur vaða og pælir ekki of mikið í hlutunum, en samt er þetta hlaðið ádeilu (sérstaklega síðasta verk hennar!! sem enginn getur séð ennþá ligga ligga lá). Hún er semsagt listakona frá New York búsett í Hollandi og gerir cut-out rosa handgert allt, engar tölvur og rugl....skoðið draslið!

www.marthacolburn.com

Annars skilaði ég lúppuni af mér í dag, og gekk vel. Nú er ég að fara heim og buna úr penslinum mínum allri innspirasjóninni sem er innaní mér....blek mun slettast, krítar munu klessast, blý mun brotna, blað mun rifna


þetta var ljóð samið um leið og skrifað.

uns (takk fyrir commentin...jibbí jei)

ps. ég talaði við hana og hún sagði að ég gæti búið hjá henni frítt ef ég kem til New York og hjálpa henni....jú hljómar eeeekki illa..ble

sunnudagur, október 15, 2006

langaði bara að koma því að að ég keypti mér þrjú pör af skóm í 99 cent store. Allir mjög fínir!

og

ég fann rosalega sætt skrifborð með skúffum og blúndum í ruslinu heima í Woodglen...smá málning og þá er þetta fullkomið í herbergið mitt!

Bandaríkin eru stundum svo sniðug.

föstudagur, október 13, 2006

Þetta er klikkað!:

http://www.archive.org/stream/Experime1940/Experime1940_256kb.mp4

Miles vinnur á safni sem heitir Museum of jurassic tecnology...klikkað safn með allskyns geðveiku dóti, ég mun fara þangað bráðum! Hér er linkur sem er útfrá því safni sem er hálfgerð bloggsíða um þennan mann sem heitir Kircher, ógeðslega mikið af sneddí dóti! Hér er linkurinn: www.kirchersociety.org

Annars er ég að animera á fullu núna, afþví svo erum við Mansi með partý í kvöld...fyrsta partýið og búnar að bjóða fullt. Set kanski upp myndir frá því ef ég get...svo ætla ég líka að reyna að setja myndir af skólanum og öllu...

blubb, Una

PS: það eru tónleikar með MATMOS á þriðjudaginn í LA sem vinur minn var að segja mér frá....það er mjög sjaldgæft að sjá Matmos læv...er mér sagt...þannig að ég ætla að fara.

blubb aftur

miðvikudagur, október 11, 2006

Hallo!

Vil byrja á að segja að það er svo gaman þegar einhver kommentar á skrifin manns, jam.
Annars var ég að koma inn í stúdíó og er að fara að vinna að vikuverkefni, við munum gera lúppu...og það er sko kúnst útaffyrir sig sem myndin Revolver eftir Stig Bergquist sannar og sýnir. Lúppur geta sagt svo margt, ójá og það er sko hægt að gera random cycle innan sömu lúppunar þannig að það virðist ekki lúppa...timing er líka mjög mikið lykilatriði hér...og hljóð...já alltaf mun hljóðið vera 50 % af myndinni segi ég og hana nú! EN ég mæli semsagt með að allir reyni að útvega sér Revolver....það er smá bútur úr henni á vefsíðu þeirra...en sá bútur nær ekki að sýna hvað þessi mynd er mikið meistaraverk! Stig Bergquist er semsagt sænskur og einn af Filmteknarna sem er hópur sem gerir alls kynns animation, bæði commercial og ekki. Filmteknarna voru víst einir af þeim sem komu nálægt startinu á MTV á sínum tíma...lesið meira um þennan áhugaverða hóp á vefsíðunni: http://www.filmtecknarna.se/
Svo sáum við aðra mynd sem er eftir franska konu, Marie Paccou og heitir "Un jour", frábær mynd líka, gerð á flotta grafískan hátt og fjallar um sneddí, skoðið myndir og umfjöllun hér: http://www.awn.com/mag/issue2.9/2.9pages/2.9perro.html
Þessi mynd er góð fyrir mig afþví lúppan mín verður vinnsla með ljós og skugga eins og í þessari mynd...þarf að klára hana fyrir næsta þriðjudag þannig að ég ættti að hætta að skrifa....
EN verð að bæta við fyrir samkynhneigðu vini mína; það er búið að vera "outdoor cinema" hér í kvöld fyrir utan stúdíóið mitt, mjög djúsí senur og fólk lág í grasinu og naut...og sumir nutu of mikið...en förum ekki nánar útí það. Svo var líka sýnd rosa sérstök stutt/heimildamynd um San Fransisco eftir fyrrverandi nemanda hér. Fallegar still senur frá San Fransisco og "voice over" þar sem gróf kvennrödd lýsti persónulegu sambandi sínu við núverandi og fyrrverandi kærustur....já það er stór gay sena hér í calarts...jam, vinna.

PS: Sáum líka "When day breaks" eftir Wendy Tilbi og Amanda Forbis...flott mynd.

Una

sunnudagur, október 08, 2006

Var að koma af dinernum Saugus Café þar sem James Dean á að hafa sést síðast áður en hann dó. Fékk mér Blueberry pie.
Fórum fyrst í bíó á Sunset Boulevard í Hollywood á "Science of Sleep" nýjasta meistaraverk Michelles Gondry..góð mynd, ekki eins djúp og Eternal Sunshine en mjög margt gott, mikill húmor og stop-motin.

Góða nótt, Una

miðvikudagur, október 04, 2006

Yesssssss!

Sit hér heima..Á INTERNETINU afþví ég fann ókeypis tengingu! hah!!
Var að koma neðan úr LA af frábæru sjóvi á REDCAT sem er svona kúltúral cinema tengt CalArts og þar er oft eitthvað sniðugt að gerast, hverskyns sýningar, læv eður ei....og núna var Suzan Pitt að frumsýna nýjustu animation myndina sína "El Doctor". Susan er kennari í skólanum og ég ætla mér sko aldeilis að vera í kúrs hjá henni á næsta ári! Allar myndirnar hennar voru sýndar plús ný documentary um hana og hennar starf. Hinar tvær myndirnar eru; "Joystreet" og "Asparagus"......ég hafði séð seinni myndina áður á einum af "Wayward Girls Wicked Women" spólunni í Aðalvídjóleigunni (mæli með því að allir leigi sér þær spólur...þrjár talsins að mig minnir). Það er barasta rugl hvað ég verð fyrir miklum innblástri hérna......á hverjum degi er eitthvað nýtt og stórkostlegt sem ég sé og svo hrannast upp listi af því sem mér er sagt frá...núna er meðal annars á listanum að sjá animeraða heimildamynd eftir Jen Cohen og svo að sjá heimildamynd um listamanninn og geðsjúklinginn Henry Drager...Miles lánaði mér bókina og nú verð ég að sjá myndina. Svo er Mansi alltaf að koma með fleiri og fleiri DVD að horfa á...og í gær gat ég ekki farið að sofa skellti ég einum djúsí DVD í tækið og sá SNILLDAR animation eftir mann að nafni Seth Scriver...allt er svo inspó....

Það var yfirferð í dag á 6 sekúndna háranimationinu okkar sem við erum búin að vinna í síðustu tvær vikurnar (já animation er geðveiki). Ég fékk mjög góða umsögn...þannig að ég er rosa ánægð.

Annars hrannast núna verkefnin upp...og núna eru í bígerð hvorki meira né minna en 5 animation prósjekt....en ég reyni frekar að halda þeim stuttum og vel gerðum.....þessarri önn (þessu ári) hef ég tileinkað tvennt; annarsvegar tilraunastarfsemi og hinsvegar að klára og losa mig við gamlar hugmyndir sem hafa blundað og ekki fengið að verða til....fyrr en nú.


Svo eins og ég er áður búin að nefna er hljóð og tónlistadeilin hérna stórkostleg! allavegana græjulega og aðstöðulega séð...ég var í hljóðkúrsinum mínum í dag og Mazza (kennarinn minn...mjög góður gæji) fór með okkur í upptökustúdíó skólans! Já það er upptökustúdíó í skólanum...og þar sem ég hef nú komið í tvö stæðstu upptökustúdíó á íslandi hef ég gott viðmið og þetta er bara þrusugott!

Svo linnir ekki gleðskapnum hér...það er "Potlock" á morgun í Experimental Animation deildinni, sem þýðir að allir koma með einhvern rétt með sér og svo er gúmmolaðið borðað úti og drukkinn bjór og spjallað við samnemendur og kennara, þetta er gert reglulega í hverri deild innan skólans..mjög sniðugt.
Svo á föstudaginn koma allir MFA 1 (sem vilja) með eitthvað af myndunum sem þeir hafa gert og þetta verður allt sýnt í bíóinu í skólanum og svo er partý...LOKSINS fær maður að sjá hvað hinir eru að gera....maður er náttúrulega buinn að sjá "sneek peek" hér og þar en ekki almennilega. (Svo er alltaf skjár í vinnuaðstöðunni okkar þar sem "showcase" fyrri ára rúlla alltaf...og það vill svo til að þessi skjár er rétt við "cubicle-ið" mitt, þannig að ég get alltaf horft).

Afsakið enskusletturnar....ég er bara orðin svo obboðslega amerísk...geta ekki skrifa íslenska

un

sunnudagur, október 01, 2006

rigning

það er rigning í fyrsta skipti í dag, þægilegt

una