kúltúrsjokk. Það er allt sem ég hef að segja um halloween partíið í gær....
einn gaur var dark side of the moon (semsagt í þríhyrningi haldandi á regnbogasprota)
nekt nekt nekt, sexappeal, drykkja, hiti, blóð, dimma og sjálflýsandi hlutir, langar security raðir
menn með grímur komandi upp að manni og/eða potandi í ´mann...sem ég vissi ekkert hvort ég þekkti
ætla að fá mér flickr.com bráðum þar sem ég get sett upp myndir.
Annars er ég komin með djobb. Vester bað mig að vera "Pensiltestroom monitor"....sem þýðir að ég er með umsjón yfir aðalherberginu hérna í stúdíóinu, þar gerum við test fyriyrir teiknaða animationið og þar er líka "multiplane" herbergið (það er semsagt herbergi með myndavélastandi og layeruðum glerplötum þar sem maður getur layerað beint undir kamerunni.) Við munum taka kúrs í að nota þessa græju á næstu önn EN þar sem ég er orðin TA (teacher assistant) mun ég fá aðgang að þessu og læra á þetta núna..mjög gott mál. OG ég fæ semsagt borgað.
Svo gleymdi ég að segja að ég er flutt í mun huggulegra vinnusvæði...núna erum við MFA nemendurnir öll á ákveðnu svæði sem er miklu skemmtilegra. I kringum mig er bara gott fólk; Andrew, Joice, Lorens (skiptinemi frá frakklandi, frábær stelpa...rosa klár), Bo Sul, Jackie 3d snillingur og ógeðslega góður í animation og svo er Nandita inverska hérna rétt við....listræn og sniðug stelpa.
jæja, ætla að fara heim...er frekar eftir mig eftir gærdaginn, við Mansi ætlum á The farmers marked í fyrramálið...markaður með fullt af ávöxtum og grænmeti alla sunnudaga.
stuð, Þuna