mánudagur, ágúst 11, 2008

88 Boa Drum-fórum á rosa flott dæmi þar sem hljómsveitin Boredoms spilaði ásamt 88 trommurum í tilefni af dagsetningunni 08.08.08...geðveikt 88 mínútna lag var spilað í stórum garði í LA það var spilað á sama degi í Brooklyn...rosa viðburður og geðveik upplifun! Fann engar góðar myndir af þessu (og gleymdi myndavél sjálf) en hér er frétt um þetta:

http://www.reuters.com/article/domesticNews/idUSN8930342220080809?pageNumber=1&virtualBrandChannel=0


Annars er mikið stress núna, er að fara að flytja héðan út í lok mánaðar, flyt í herbergi nálægt skólanum og allt gott um það að segja. Hinsvegar þurfum ég mansi og miles líka að flytja úr íbúðinni okkar sem við bjuggum í í vetur og leigðum út í sumar (vegna þess að við vorum á árs samningi). Þannig að við þurfum að bíða eftir að gaurarnir flytji út og þá getum við flutt út og hreinsað...mikið af inn flutingi og útflutningi...Miles er enn að reyna að finna bústað hér í LA...mikið stress...svo er það bara "back to school" síðasta árið!

Ég tók nokkrar myndir sem ég setti á flickr: http://flickr.com/photos/unacalarts/

un

1 Comments:

Blogger Áslaug Íris said...

vá fórstu á Boredoms! Þeir spiluðu víst í Central Park í fyrra líka.. ohh ég hefði viljað sjá þá þetta árið. Ég sá eitthvað af þessum tónleikum á youtube.. rosa flott!

4:04 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home