Jæja, var að lesa yndislegt jólabréf frá Sunnu frænku sem sendir mér hlýjar fjölskylduminningar...þessi jól var bæði litla og stóra fjölskylda mín ansi sundurslitin...en vonandi bara á góðan hátt; mamma í bissness í Istambul, Darri bróðir í Berlín, ég hér í L.A og í Colorado hjá fjölskyldu Milla míns og fleiri frænkur og frændur hér og þar...heimur bara minnkar og minnkar...veit ekki hvort það er afþví að ég stækka eða hvað. Núna þekki ég svo mikið af fólki frá ólíkum þjóðernum að ekkert virðist svo langt í burtu, Indland hér, Japan þar, Írak, Persía, Kórea, Mexíkó og auðvitað öll litla Evrópa...þetta er allt bara "by the doorstep" finnst mér.
Mér líður voða vel og er að vinna í mínum málum. Er að settla mér betur niður hér í bandaríkjunum (sem ég hélt ég væri búin að venjast en fatta núna að það er enn margt sem ég á erfitt með að meðtaka...ég skil allt betur og veit hvernig hlutirnir virka...en ég á ennþá stundum erfitt með að meðtaka þessa hluti). Bandaríkin eru risastór hrærigrautur af allskonar fólki og skrítnum reglum og hegðunum og aðferðum og aðgerðum og hindrunum og gleði og sorg...ójá!
Ein af ástæðunum fyrir reglulegri frústrasjón er bíl-leysi...þannig að ....ég fór í gær og tók skriflegt bílpróf (og náði...jej!), (eyddi heilum dag bíðandi í röðum o.s.fr) næsta skref er að kaupa bíl og taka bílprófið! Ein af minni stæðstu hræðslu er að keyra hérna, en ég SKAL! Ég er líka að undirbúa að fá mér vinnu hér eða í New York komandi sumar. Ég get valið nokkrar mismunnandi leiðir til að fá vinnuleyfi en í flestum tilfellum kostar það mig 340 dollara að fá það leyfi, en ég SKAL!
Ég er búin að útbúa svona animation Reel sem ég er að fara að skella á vefsíðuna mína og þá geta allir skoðað einnar mínútu blöndu af því sem ég hef gert án þess að þurfa að bíða eftir að fællinn hlaði sér, svo er næsta skref að sækja um á stofum hér og þar. Ég er að fara að taka Flash workshop núna í janúar og þá ætti ég að vera í góðum málum varðandi vinnu.
Svo er ég að undirbúa vinnuaðstöðu fyrir lokaverkefnið mitt, keypti mér risa ljósaborð og mun kaupa 5 glerplötur sem ég legg yfir ljósaborðið til að útbúa svokallað "multiplane" set. Bandaríkin eru yndisleg varðandi kaup á hlutum...þú færð allt! OG þú kaupir það á netinu og færð það sent til þín! JESSS. Ég á eftir að ákveða hvort ég set up aðstöðu heima eða í skólanum. Ég get nefnilega tjekkað út græjur og notað heima...OG "walk in" skápurinn heima er fullkomið vinnurými fyrir mig....hérna í skólanum er "high demand" á öllum vinnuherbergjum þannig að ef ég get unnið heima er það frábært!.
Svo er ég að fara að vera aðstoðakennari fyrir Ruth Lingford gestakennara í næstu viku, workshopið heitir "Dream workshop" og basically að horfa á allskyns töff myndir í viku...OG fá borgað fyrir það! OG jú, ég minntist kanski ekki á að ég fékk rosa góðan auka styrk frá skólanum eða réttara sagt svokallaðan Hollywood Foreign Press Assosiation Award. Ég nefni engar upphæðir en segi það þó að ég þurfti ekki að fá lán fyrir þessari önn, púffff!
Nú svo er leyni- tónlistamyndband í bígerð...segi betur seinna, en ég er semsagt að vinna í því núna.
Annars leggst LA betur í mig eftir að ég dvaldi hjá vinnafólki niðrí Silverlake hverfi í LA yfir áramótin. Elísa og Julian voru semsagt að passa hús fyrir kennara úr CalArts. Húsið er í fallegu sjarma hæðunum sem LA er nú þekkt fyrir og við sáum Hollywood merkið í hæðunum útum gluggan, meðan nokkrir flugeldar skutust hér og þar (atthugið: NOKKRIR). Mikill sjarmi yfir þessu hverfi og húsunum, sem er af "gamla skólanum" en ekki teppalögð og öll eins (eins og hér í Valencia). Við borðuðum morgunmat á gróðurvaxinni verönd og keyrðum svo niðrí Santa Monica (þar sem ströndin er OG þar sem fyrirtækin sem ég ætla að sækja um hjá eru). Löbbuðum á göngugötunni (sem ég vissi ekki einu sinni að existeraði! Menn að leika listir og mikið líf og fjör, enduðum svo með milkshake með útsýni yfir ströndina og horfðum þar á sólina setjast í hafið...mjööög fallegt (fengum líka gott útsýni fyrir öll ríksmannshúsin við ströndina...kreisí). Samband mitt við LA er algjörlega svona "love, hate" samband, ég hoppa til og frá með hvað mér finnst...en það segja allir að sumrin í LA séu æði, þannig að ég þarf að prófa það.
Núna er Miles að útskrifast og hann ætlar að reyna að fá sér vinnu niðrí bæ, þannig að planið er að finna húsnæði þar (sem er bara alveg sama verð og hér uppfrá...nema bara meira næs). Hann er náttlega með góðar tengingar við safnið (Museum of Jurassic Tecnology) og fær örugglega eitthvað gott að gera gegnum það.
Það er rosaleg Murakami sýning niðrí bæ á MOCA sem við ætlum að fara á á morgun. Svo langar okkur líka að drífa okkur til San Fran og sjá Ólaf Elíasson! Þetta eru búnir að vera rólegir dagar og ég og Miles eldum mat og spilum Mastermind (sem við búum til) milli þess sem við vinnum. Colorado var yndisleg afþví það var mikill snjór, sól og enginn vindur. Gaman að kynnast fjölskyldunni betur líka...maður fékk barasta slatta af pökkum, bæði undir jólatrénu þann 24. og í jólasokk þann 25.
Jæja, nú er ég búin að blaðra nóg.
Gleðilegt árið!
Una
PS: Þeir eru búnir að setja inn Showcase 2007 (sem ég er í) á CalArts vefsíðunna: http://film.calarts.edu/
Hér eru blandmyndir (ég á ekki lengur myndavél)






Mér líður voða vel og er að vinna í mínum málum. Er að settla mér betur niður hér í bandaríkjunum (sem ég hélt ég væri búin að venjast en fatta núna að það er enn margt sem ég á erfitt með að meðtaka...ég skil allt betur og veit hvernig hlutirnir virka...en ég á ennþá stundum erfitt með að meðtaka þessa hluti). Bandaríkin eru risastór hrærigrautur af allskonar fólki og skrítnum reglum og hegðunum og aðferðum og aðgerðum og hindrunum og gleði og sorg...ójá!
Ein af ástæðunum fyrir reglulegri frústrasjón er bíl-leysi...þannig að ....ég fór í gær og tók skriflegt bílpróf (og náði...jej!), (eyddi heilum dag bíðandi í röðum o.s.fr) næsta skref er að kaupa bíl og taka bílprófið! Ein af minni stæðstu hræðslu er að keyra hérna, en ég SKAL! Ég er líka að undirbúa að fá mér vinnu hér eða í New York komandi sumar. Ég get valið nokkrar mismunnandi leiðir til að fá vinnuleyfi en í flestum tilfellum kostar það mig 340 dollara að fá það leyfi, en ég SKAL!
Ég er búin að útbúa svona animation Reel sem ég er að fara að skella á vefsíðuna mína og þá geta allir skoðað einnar mínútu blöndu af því sem ég hef gert án þess að þurfa að bíða eftir að fællinn hlaði sér, svo er næsta skref að sækja um á stofum hér og þar. Ég er að fara að taka Flash workshop núna í janúar og þá ætti ég að vera í góðum málum varðandi vinnu.
Svo er ég að undirbúa vinnuaðstöðu fyrir lokaverkefnið mitt, keypti mér risa ljósaborð og mun kaupa 5 glerplötur sem ég legg yfir ljósaborðið til að útbúa svokallað "multiplane" set. Bandaríkin eru yndisleg varðandi kaup á hlutum...þú færð allt! OG þú kaupir það á netinu og færð það sent til þín! JESSS. Ég á eftir að ákveða hvort ég set up aðstöðu heima eða í skólanum. Ég get nefnilega tjekkað út græjur og notað heima...OG "walk in" skápurinn heima er fullkomið vinnurými fyrir mig....hérna í skólanum er "high demand" á öllum vinnuherbergjum þannig að ef ég get unnið heima er það frábært!.
Svo er ég að fara að vera aðstoðakennari fyrir Ruth Lingford gestakennara í næstu viku, workshopið heitir "Dream workshop" og basically að horfa á allskyns töff myndir í viku...OG fá borgað fyrir það! OG jú, ég minntist kanski ekki á að ég fékk rosa góðan auka styrk frá skólanum eða réttara sagt svokallaðan Hollywood Foreign Press Assosiation Award. Ég nefni engar upphæðir en segi það þó að ég þurfti ekki að fá lán fyrir þessari önn, púffff!
Nú svo er leyni- tónlistamyndband í bígerð...segi betur seinna, en ég er semsagt að vinna í því núna.
Annars leggst LA betur í mig eftir að ég dvaldi hjá vinnafólki niðrí Silverlake hverfi í LA yfir áramótin. Elísa og Julian voru semsagt að passa hús fyrir kennara úr CalArts. Húsið er í fallegu sjarma hæðunum sem LA er nú þekkt fyrir og við sáum Hollywood merkið í hæðunum útum gluggan, meðan nokkrir flugeldar skutust hér og þar (atthugið: NOKKRIR). Mikill sjarmi yfir þessu hverfi og húsunum, sem er af "gamla skólanum" en ekki teppalögð og öll eins (eins og hér í Valencia). Við borðuðum morgunmat á gróðurvaxinni verönd og keyrðum svo niðrí Santa Monica (þar sem ströndin er OG þar sem fyrirtækin sem ég ætla að sækja um hjá eru). Löbbuðum á göngugötunni (sem ég vissi ekki einu sinni að existeraði! Menn að leika listir og mikið líf og fjör, enduðum svo með milkshake með útsýni yfir ströndina og horfðum þar á sólina setjast í hafið...mjööög fallegt (fengum líka gott útsýni fyrir öll ríksmannshúsin við ströndina...kreisí). Samband mitt við LA er algjörlega svona "love, hate" samband, ég hoppa til og frá með hvað mér finnst...en það segja allir að sumrin í LA séu æði, þannig að ég þarf að prófa það.
Núna er Miles að útskrifast og hann ætlar að reyna að fá sér vinnu niðrí bæ, þannig að planið er að finna húsnæði þar (sem er bara alveg sama verð og hér uppfrá...nema bara meira næs). Hann er náttlega með góðar tengingar við safnið (Museum of Jurassic Tecnology) og fær örugglega eitthvað gott að gera gegnum það.
Það er rosaleg Murakami sýning niðrí bæ á MOCA sem við ætlum að fara á á morgun. Svo langar okkur líka að drífa okkur til San Fran og sjá Ólaf Elíasson! Þetta eru búnir að vera rólegir dagar og ég og Miles eldum mat og spilum Mastermind (sem við búum til) milli þess sem við vinnum. Colorado var yndisleg afþví það var mikill snjór, sól og enginn vindur. Gaman að kynnast fjölskyldunni betur líka...maður fékk barasta slatta af pökkum, bæði undir jólatrénu þann 24. og í jólasokk þann 25.
Jæja, nú er ég búin að blaðra nóg.
Gleðilegt árið!
Una
PS: Þeir eru búnir að setja inn Showcase 2007 (sem ég er í) á CalArts vefsíðunna: http://film.calarts.edu/
Hér eru blandmyndir (ég á ekki lengur myndavél)







0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home