laugardagur, október 27, 2007

Skrytin byrjun a arinu. Fyrst lagdist yfir allan skolan thessi lika thrusu flensa sem meira ad segja eg fekk (eg vil halda ad eg veikist ekki oft..). Lag í ruminu i viku með hita beinverki, nefrensli og eg veit ekki hva...

Madur var svo bara buin að snita sidustu snituna thegar eg sat her i herberginu minu og fann allt i einu rosa brunalykt...hljop inni eldhus en ekkert var a thar....ekki leið svo a longu thar til allt vard dimmt um midjan daginn og gra-appelsinubleik "hula" lagdist yfir allt....þetta var eins og "doomsday"...solin vard eldraud bakvid huluna...Svo heyrdi madur af brunanum og allt skyrdist...maður fylgdist með þessu í frettum en var ohlutur sjalfur....brunalyktin og reikurinn kom fra stodum her adeins lengra í burtu. EN allir skolar lokudu og daginn eftir fretti madur svo af eldinum sem hafdi sprottid her í naesta nagrenni...og thad var kreepy afthví madur sa reikskyin, logana og thyrlurnar bunandi yfir alltasamn. Svo leid thetta allt hja, vindurinn feikti eldinum fra Valencia (thar sem eg by) og svo laegdi vindinn og nu er allt í godu tho svo ad jafnvel hafi verid reikhula yfir baenum í gaer....ekkert oskufall og ekki neitt erfitt ad anda eda svoleidis....pínu ohuggulegt alltsaman samt...madur var alveg í vidbragdsstodu um tima...enda voru eldarnir um tima her allt í kring sem hefdi getad ollid thvi ad madur lokadist inni.

Eg er í spennandi kursum og svo á fullu að forma lokaverkefnið mitt, verður ekki lengri en 7 mínútur (það er erfiðara en maður heldur að tileinka tveimur árum í eina mynd sem er bara 7 mínútur...ég útskrifast 2009 fyrir þá sem ekki vissu). Er enn að forma söguna en hún er nokkurnvegin komin, get ekki talað mikið um það á þessu stigi en get sagt að hún verður unnin að mestu án tölvu. Svo er ég í "Documentary Animation" kúrs hjá Susan Pitt ( þar sem ég er að vinna að lítilli heimildamynd sem ég klára jafnvel á þessu skólári. Svo er ég í skemmtilegum kúrs innan "writing" deildarinnar í skólanum sem heitir "Visual Storytelling" og er undirbúningskúrs í Screewriting en það er nálgast á mjög kreatívan og opin hátt. Allir nema ég eru "rithöfundar" og það er gaman að vera innanum aðrar týpur og heyra þeirra verkefni. Við lesum hvors annars senur og spjöllum svo um það. Mjög áhugavert og kennarinn er ítölsk og heitir "Erika Tasini" og hefur unnið til allskyns verðlauna í kvikmyndabransanum. Maður er alltaf jafn ánægður með þetta lið sem maður er að vinna með hérna...allt top fólk...alvöru listamenn. Svo er ég í kúrsinum "Animation Then and Now" þar sem við horfum á allskyns myndir og spjöllum um þær... tökum svo tvö próf og skrifum ritgerð....

Hér er mynd eftir Petru Freeman frá UK:

www.youtube.com/watch?v=NHAhP2136c8

hún gerði aðra mynd sem heitir "Jumping Joan":

http://www.animateonline.org/films/jumpingjoan/index.html

Svo sáum við líka mynd eftir tékknesku Michaelu Pavlatovu:

http://www.michaelapavlatova.com/

Svo er ég aðstoðakennari í þremur kúrsum, tveim After Effects og Photoshop kúrsum og einum animation kúrs hjá Igor Kovalyov:

http://www.igorkovalyov.com/

Igor sýndi okkur brot úr "Overcoat" síðustu mynd rússneska snillingsins Yuri Norstein (sem var kennari Igors) sem er enn í pródúksjón, ég talaði aðeins um þessa mynd í fyrra, hann semsagt eyddi 2 árum í 10 mínútur af þessari "feature lengt" mynd og notar ALDREI tölvu í neitt. En rosa flott það sem við sáum, rosa deteilað cut out animation.

Annars fór ég um daginn að listasýningu hjá "Barry McGee" sem er svona götulistamaður frá New York.


Svo er planið að fara og sjá Ólaf Elíasson í SanFransisco á thanksgiving. Svo er "day og the dead" í dag niðrí Hollywood, svaka partý og stuð og við ætlum að fara:

http://www.ladayofthedead.com

Ókei, bið kærlega að heilsa fólki,

Uns

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home