laugardagur, september 30, 2006

Allir sem ekki hafa séð myndina "Fantastic Planet" sjá hana núna!! ÞEtta er klikkelsis mynd, frönsk frá 7.áratugnum, súrrealismi í hápunkti, flott animation og GEÐVEIKT soundtrack...Mansi á DVD með þessu...svo á hún t.d nokkrar góðar Polanksi myndir sem er á horfa á listanum mínum. Annars allt gott að frétta. Ég er að fara að endurhanna vinnuaðstöðuna mína hérna afþví nú er ég með MUN betra og meira pláss, sem er frábært! Svo er ég líka búin að nýta aðstöðuna heima...þannig að vinnugírinn er góður! Svo er líka gott að núna er ég búin að taka flest "prófin" sem þarf til að geta notað aðstöðurnar sem ég þarf að nota..t.d risastóru Oxburry vélina....svo var ég farin að verða pirruð á því hvað margar tölvur hérna eru PC en ekki Mac en þetta er einmitt eitt af því sem er verið að umturna í þessari deild...semsagt það er verið að setja upp mun meira af Mökkum...EN þangað til það gerist fann ég paradísina mína, það er svokallað MacLab herbergi sem er aðallega ætlað design krökkunum, en það er rétt hjá vinnuaðstöðuni minni þannig að ég ætla bara að tala við konuna sem er yfir því og fá að vinna þar...Mansi sagði að það væri ekkert mál...svo er gott að ég get alltaf komið þarna gegnum Mansi afþví hún er í design...

Það var smá presentation á föstudaginn sem gekk mjög vel, ég gerði stutt animation og sýndi stilla og hljóð með og ég náði held ég barasta að gera það sem ég hafði séð fyrir mér (ég er viss um að flestir þekkja þetta...það er ekkert mál að fá fullt af hugmyndum og sjá þær fyrir sér, en það að láta þessa hugmynd "come to life" er mun meira challenge og oft er útkoman ekki eins og maður sá fyrir sér...)...það er svo mikið af innblástri hérna ALLTAF að mann langar að gera milljón hluti, en þessi kúrs á föstudögum er rosa góður..."First year short project" heitir hann og við munum gera lokaverkefnið okkar útfrá honum...núna er kennarinn (Paul Vester) ekki aðeins að láta okkur koma með nýjar hugmyndir heldur acctually að visualisera þær OG animera part OG gera presentation eins og maður væri að sækja um vinnu (praktískt!).

Það er eitthvað rosa dæmi í Hollywood í kvöld sem ein stelpan hérna í animation er með...(samt ekki animation) og svo rosa partý á eftir...en ég er svo mikill nörd að ég ætla frekar að animera og kanski fara í bíó.

bless í bili, Una

þriðjudagur, september 26, 2006

Góðar fréttir;

Vinur minn hérna í A115 (sem er vinnusvæði Experimental krakkana) er að færa sig yfir í Butler bygginguna (sem er stop-motion byggingin) þannig að þá getur Michael (sem er að deila svæði með mér) fært sig í hans svæði og ég fæ þá stærra svæði fyrir mig....meira privacy!

Un

mánudagur, september 25, 2006

Upptökuhelgin mikla (inní skápum)

Á fimmtudaginn var fyrsta "art opening" hérna í "main gallery" sem er hálfgert "hjarta" skólans...miðpunkturinn...allskyns tónlist spiluð hér og þar; electro, jazz, funk....og listaverk útum alla veggi og freyðivín og bjór gefins. (ég þarf bara núna að ganga frá pappírsmálum og þá mun ég geta verið "bartender" á þessum viðburðum). Svo á föstudaginn fórum ég og Mansi og tveir aðrir strákar úr grafískri hönnun á svokallað "Moblab". Þetta var í "Valencia Center" (ég vissi ekki einu sinni að það væri "center" hérna...þannig að þetta var hálfgerð uppgötvun fyrir mig...bara skítsæmilegt svæði, fullt af búðum og tréin eru skreytt með hvítum ljósaseríum). Við fórum á torg sem er þarna og þar voru semsagt samankomnir margir calarts nemendur, allir "vopnaðir" eigin heyrnatólum og eigin tónlist. Svo þegar klukkan sló 9 settu allir á sig heyrnatólin og byrjuðu að dansa við sína tónlist. Moblab er semsagt hópur fólks sem hittist og dansar...við sína tónlist. ÞEtta var mjög áhugavert á að horfa, en ég og Mansí vorum ekki með heyrnatól þannig að við horfðum á....og viti menn, "security" kallar komu á svæðið og kölluðu hótandi; "stopp this"....og svo töluðu þeir alvarlegir í talstöðina sína og vissu hreinlega ekkert hvað þeir ættu að gera í þessari situasjón, og þeir voru ekki teknir alvarlega. Þeir stóðu þarna í miðri dansþvögunni og reyndu að líta alvarlega út, haha!! þetta var ógeðslega fyndið. Svo kölluðu þeir að fólkinu sem stóð og horfði á: "If you don´t spread, all of you will be arrested!!" HAH! Ég heyrði svo seinna að öll almenningssvæði í "town center" væru í raun í eigu ákveðinna "keðja" og að ef fólk er fleiri en 5 í hóp þá er það talið sem "a gang" og fólkið má ekki vera á svæðinu......AMERÍKA Ó AMERÍKA!
Nú svo fórum við eftir það í partý hjá Winonu (sem er kærasta Max...þau eru voða sæt og sniðug bæði) og þar var ekki mikið af fólki....en endaði í algjöru rugli...það var orðið svo mikið af fólki og loftið var næstum því "unbreathable"....sam gaman sko. Þar var Miwa (2-3 ár MFA exp. animation) hún er rosa fín og fílar að dansa eins og ég og er með góðan tónlistasmekk (Knife og Fannypack og Tiger t.d). Svo var ég mikið að spjalla við rugluðu vinkonu mína hana Amiee...(hún er búin að panta mig til að leika lækni í "life action" partinum af myndinni hennar, Mansi mun leika kött með "diarea"...spennó). Hún talar voða mikið um óþægilega og persónulega hluti og kemur fólki oft úr jafnvægi...en mér finnst hún bara fyndin...hún verður víst oft skotin í fólki sem hún fílar...og núna er hún "apparently" skotin í mér...hún er mjög sérstök ( :
Svo á laugardagskvöldið átti ég stefnumót við Miles...sem spilar á harmonikku en er annars í myndlist. Hann bauð mér fyrst út að borða á tælenskan stað með "fortune cookies" og með matnum fengum við grænt íste, sem er einhverskonar sætur mjólkurkenndur drykkur með krömdum ísmolum...mjög sérstakt og gott. Hann er frá Colorado en mamma hans er hálf ensk og hálf þýsk og pabbi hans er með spænskt blóð í sér (það er svo áhugavert að hitta fólk hérna því fæstir eru héðan og allir hafa mismunnandi bakgrunn og tengingu...ég gleymdi líka alltaf að segja að fyrir utan "bandaríkjamennina" í bekknum mínum þá er slatti af asísku fólki en svo er ein Indersk/nýsjálensk stelpa og ein Írönks stelpa). Allavegana, svo fórum við heim til mín til að taka upp hann að spila á harmonikku. Ég var með rosa græjur sem ég fékk lánað úr skólanum (sem er m.ö.o harður diskur er tengur við góðan mícrófón). Við enduðum með að taka allt upp inní "walk in" skápnum mínum (sem er eins og lítið herbergi)...og gerðum allskonar prufur..gaman.
Svo á laugardaginn átti ég "stefnumót" við Will vin minn úr leiklist (1 ár MFA), ég gaf honum texta með sögu sem ég er búin að vera að fínpússa. Við fórum svo inn í fataskápinn heima hjá honum ( á campusnum) og tókum upp þar og ég er ekkert smá ánægð...hann er góður leikari ( :
Nú svo þegar það var búið átti ég "stefnumót" við David sem er einn af tveimur hörpuleikurum hérna í skólanum...hann býr með Tobbu (sem er á öðru ári í film/video), rosa fínn strákur. Hann hafði teiknað upp handa mér lítið kort af því hvernig ég mundi finna "hörpuherbergið" í tónlistadeildinni (hér búa allir til kort handa manni...ég er að hugsa um að spara öll kortin og gera eitt risakort í lok ársins). Það er fyndið að þótt maður sér orðinn nokkuð sjóaður í að komast um í skólanum þá er maður bara sjóaður í sínu "svæði"..semsagt Film/video svæðinu...Allavegana, ég fann loks hörpuherbergið og frá því ómuðu þessir líka yndislegu tónar. Svo gerði hann allskyns prufur og spilerí...óóótrúlega fallegt...harpa er svo fallegt hljóðfæri.
Svo á leið minni til baka labbaði ég í gegnum ganginn með æfingaherbergjunum og tók að gamni upp hljóðin sem bárust frá herbergjunum...sem voru m.a afrískar trommur, hress gyðingatónlist, dramatískt píanó og funktónlist....þannig að þetta á ég allt til núna í tölvunni minni!!!!! Ég er mjög sátt...og mér finnst ótrúlegt hvað allir voru til í að leyfa mér að taka sig upp! Nú er bara að animera og nota svo hljóðin!
Annars var ég að koma af fundi við Igor Kovalyov. Hann er frá Úkraínu en var líka eitthvað í rússlandi og eitthvað. Ég er að fara að skrifa gera storyboard undir hans leiðsögn...hann er frábær típa..hann kennir bara einn kúrs í calarts og þetta er bara annað árið hans sem kennari, en er annars rosa bissí sjálfur í eigin teikimyndaframleiðslu..sem director....er búin að búa í LA í 15 ár og vinna hjá öllum stæðstu fyrirtækjunum þannig...alvöru gaur. Þannig að mér finnst ekkert smá mikil forréttindi að fá einkafundi með honum til að ræða hugmyndir mínar. Sýndi honum Jón bónda og hann var alvarlegur og þögull eftirá...svo eftir smá pásu sagði hann (með sínum skemmtilega hreim); " you know...leta me tell you what I thing, I allways say what I think...somtimes it iza bad and sometimes it iza good, some people dont like it..but I don´t care......og bla bla bla...svo lýsti hann því hvað honum leyst rosalega vel á þetta...þannig að ég er ánægð með það. Honum leist líka mjög vel á nýju hugmyndina mína (sem er enn í þróun og ég mun eigi ræða hér) og ég held að hann muni hjálpa mér mikið...við enduðum með að fara í mat saman og spjalla..hann ætlar að gefa mér DVD með öllum verkunum sínum!!

Úff, langt blogg. Kveðja, Uns

miðvikudagur, september 20, 2006

eitt í viðbót:

http://www.deviantart.com/deviation/34244097/

ógeðslega fyndið sem Bóas sagði mér frá áður en ég fór, varð að pósta þessu. Fjallar um það hvernig animeraður Flash kall berst gegn þeim sem er að animera hann....skoðið!
Hér er kúl stöff sem vert er að skoða:

-Ryan eftir Chris Landreth (klikkað Maya dót um animatorinn Ryan sem endaði sem betlari útaf drykkju sinni..flott!)
Hér er partur úr henni á youtube:

http://youtube.com/watch?v=gtEjlD4aXbY

-The Wolfman eftir Tim Hope (súrasta dót sem ég hef séð lengi! Geðveikt! Þessi er útskrifaður úr Royal College einhverntíman....þetta líka eitthvað 3D bland...en ég held mínu striki og ætla ekki að rannsaka 3d fyrr en kanski á næsta ári, Michael Scroggins er reyndar mentorinn minn og algjör 3d snillingur)
hah! fann þetta á youtube, linkur hér:

http://youtube.com/watch?v=d3GJmkUZlyo

-Nýjustu mynd Michel Gondry "Science of Sleep" hér er linkur: http://wip.warnerbros.com/scienceofsleep/

-Svo ef einhver er ekki búin að horfa á "The tale of how" þá gerðu það núna!! linkur:

http://www.theblackheartgang.com/TALE_OF_HOW.mp4

-Svo að sjálfsögðu "City Paradise" eftir Gaelle Denis!

Linkur: http://youtube.com/watch?v=FegwyKbyXn8

Annars verð ég að bæta því við varðandi það sem ég talaði um síðast, það að vera á staðnum skiptir miklu máli: Bara útaf þessu er ein manneskja búin að gefa mér bunka af glærum (sem maður notar fullt í 2D animation) og önnur manneskja búin að gefa mér kassa af akríl litum til að mála á glærur. Þetta mun ég geta nýtt fullt!!! Þetta er t.d mikið notað til að bæta dóti ofaná handteiknað animation, o.s.fr!! Eins og er er ég að leggja mesta áherslu á handteiknað animation, en svo er ég með fullt af hugmyndum fyrir meira experimental dót, bæði myndrænt og innihalds.....úff ég verð að halda áfram


Góða nótt, og góðan dag.

Unu
hæ hó,

hér ganga hlutir vel...vinnurýmið mitt er barasta ágætt miðað við aðstæður. Það er enn verið að vinna í hlutunum en ég hef verið dugleg við að afla mér upplýsinga og vera á staðnum á réttum tíma og tala við rétta fólkið...þetta snýst mikið um það að vera bara á staðnum...og aðalkennararnir mínir, Vester og Maureen eru bæði farin að heilsa mér með nafni...sem skapar góða persónulega stemningu....svo mundi ég t.d ekki hafa vitað af leyni wireless accessinu hérna í vinnurýminu okkar sem Aimee hressa sagði mér frá núna áðan...virkar svona líka smooth! Ég get semsagt alltaf verið á netinu hér í horninu mínu, jej!

Ég og Michael (þrítugi gaurinn með síða hárið...eðalgaur) við erum með stórt horn hérna saman og erum bara búin að gera þetta nokkuð kósí, við erum með eitt stórt borð með hreyfanlegu ljósaborði og svo annað tíbískt animation teikniborð með hring (til að gera frame by frame)....þannig að planið okkar er að skipta þessu tvennu á milli eftir þörf...hann er ekki oft hérna og er ekki mikill teiknari þannig að ég mun geta nýtt þetta vel...

Já það eru allir að segja að þeir geti ekki kommentað á síðuna mína...ég veit ekkert hvernig það virkar, sorrý, en email er líka gaman. Svo er Skype nafnið mitt unacalarts...ég talaði við Gunna áðan, takk fyrir samtalið gunni...svo rofnaði sambandið.

Um helgina er planið að fara á animation show í Egyptian cinema í LA...þar verða sýndar gamlar myndir eftir meistara eins og Starevich sem hafa aldrei verið sýndar áður....svo eru líka myndir eftir Igor Kovaliov sem er kennari hérna í skolanum, ég er að gera Independent project með honum...storyboard.

Svo er ég að fara í bartender training á morgun...sem þýðir að ég mun alltaf vera bartender á listasýningunum sem eru hér á fimmtudögum, fínt afþví þá get ég alltaf séð sýningarnar og fæ 12 dollara á klst. (sem er mikið hérna!) og um leið og áfengið klárast (sem gerist hratt) mun ég bara chilla og fá borgað fyrir það, hah!...vona að ég fái djobbið.

Annars er ég líka um helgina að fara að taka upp hljóð með alvöru hljóðgræjum sem við fengum gegnum hljóðkúrsinn okkar..ég er búin að tala við Will sem er í MFA 1 leikaranámi og hann ætlar að lesa upp sögu sem ég er að gera tilbúna, svo var ég að tala við Miles vin minn áðan (sem ég hitti í partýinu síðustu helgi) hann var að kaupa sér harmonikku og ég fæ að taka upp harmonikkuhljóð...með alvöru upptökugræjum...jess...svo á mánudag munum við setja þetta á tölvu og hver og einn gerir sitt "soundtrack" sem er hálfgerður hljóðbanki sem er gott að geta notað fyrir myndirnar manns.....annars er heill hljóðbanki á bókasafninu...var ég búin að segja að bókasafnið hérna er geðveikt....fyrir utan allar bækurnar er t.d hægt að koma með vínilplötur og setja yfir á cd....og Mansi á sko hrúgu af ógeðslega djúsí vínilplötum..(ég veit að viss Eva væri græn af öfund...Eva Rún þú verður að koma í heimsókn!!!)

Jæja vinna vinna!

Elín takk fyrir bréfið!! Plagatahugmyndin er frábær ( :

sunnudagur, september 17, 2006

bara smá, síðasta partýsagan í bili, næstu sögur fjalla vonandi um frábæra frammistöðu mína í skólanum ( :
Eftir mikla frústrasjón í á föstudeginum ákvað ég að hjóla uppí WalMart (á nýja notaða 6 gíra fjallahjólinu sem kostaði 5000kall ísl.) til að kaupa dót fyrir herbergið mitt, lampa ofl...Svo fékk ég hringingu frá Amy sem er góð vinkona Mansi á þriðja ári BFA í sama prógrami og ég...mjög sérstök stelpa, þéttlega vaxin með úfið hár útí loftið og segir skrítna hluti. Hún kom og sótti mig og Joice og við fórum fyrst í partý til Pablo (sem er á sama ári og hún)..þar voru Hlynur og Dillon og kærasta hans og Max (3ja ár BFA Exp. Animation) og Winona kærasta hans (sem er víst úr einhverri rosa animation fjölskyldu...voða fín stelpa og Max er líka frábær gaur) og fleiri...
Svo fórum við í annað partý í Val Verde sem er hálfgerð sveit...meira útí eyðimörkinni, með sléttuúlfum og stjörnubjörtum himni...mjög fallegur staður. Þar búa margi Calarts nemendur sem eiga bíl...kanksi 4 saman í heilu húsi með bakgarði og borga minna fyrir...Og það eru mjög oft góð partý þar. Við komum þarna og það var troðið hús á tveimur hæðum fullt af allskyns fólki...og risa bakgarður og rosa stuð. Þar var ég ekki búin að vera lengi þegar það kemur til mín strákur sem er með mér í einum kúrsinum, Miles á þriðja ári BFA í myndlist...sætur strákur. Við spjölluðum lengi saman og það var gaman....jæja, ég ætla að fara að animera hár...já gleymdi...Vester kennari minn (sem kennir fyrst year shorts, breski gaurinn með augað) hann sýndi okkur ógeðslega kúl animation eftir Royal College nemanda sem heitir Tom Hope eða eitthvað svoleiði...klikkað súrt dót...svo erum við krakkarnir í bekknum líka spennt að sjá nýjustu mynd Michele Gondry...man ekki hvað hún heitir...

jæja, Andrew is here, so I will talk to him now. goodbæs

föstudagur, september 15, 2006

meira meira...get ekki haett ad skrifa um reynslu mina herna...veit alveg ad menn eru lika bissi i sinu...t.d ein gomul vinkona, hun Audur, hun var ad eignast barn, litla krusidullu sem eg fae ekki ad sja fyrr en seinna..
EN aftur ad mer, tad var loksins fyrsta almennilega partyid i gaer. Skipulagt af myndlistanemendunum. Myndlistanemendurnir a sidari arum sinum herna...fa hreinlega heilar hallir til ad vinna i, ser hus sem standa a CalArts lodinni...og tar inn milli teirra husa, undir berum himni hofst slideshow af verkum nyrra nemenda...og inni i einu "husinu" var haegt ad fa bjor eda "jungle-juice". Byrjadi allt voda rolega...(einmitt nun tegar eg er ad skrifa tetta, sest strakurinn sem skipullagdi allt saman hlidina a mer, helviti finn gaur), EN partyid endadi i trusudansi og studi...eg tok kosakasveifluna mina vid mikla lukku vidstadra, og tok sveiflu med nokkrum sveinum...svo fekk eg einkashow hja odrum strak ur myndlist sem spiladi a gedveikt kul "barnarafmagnsgitar" med innstilltum "beatum"...svo kom "security" ad sjalfsodu og aetladi ad brjota upp partyid...en ta toku menn sig til og faerdu partyid inn i eitt af vinnuhusunum, og tar hofst sveittur dans (litid rymi og fullt af folki, minnti a sirkus). Nu svo er eg ad fara i tvo party i kvold og svo aetlum eg og michael og fleiri kanski ad kikja a Banksky syningu i LA a morgun. EN annars er eg ordin uppfull af hugmyndum sem kennararni eru bunir ad planta hja mer i tessari viku...eg er ad fila kennarana herna og eitt sem eg fila lika er ad tad er ekkert "sir" rugl, allir bara kalladir med fyrsta nafninu. Eina sem eg get kvartad undan er tad ad tad eru vandraedi med vinnusvaedi...og rugl med ad fa lykla ad ollum adstodum, deposit borganir her og tar og undirskriftir....vonandi klarast tetta samt i naestu viku...vid erum ad fara a fund med yfirmonnum i naestu viku, aftvi sumir nemendur eru vitanlega pinu reidir, tad er godur andi herna, mjog godur...skila kvedju til vina, vildi ad tid gaetud komid i heimsokn!!

miðvikudagur, september 13, 2006

slúður!

Pee Wee Hermann og David Hasselhoff deildu herbergi á kampus hérna í CalArts...alveg satt!
Svo er einn gamall animation kennari hérna sem var grunnurinn fyrir Beatlejuice persónunnar...OG hverfið sem er hliðina á mínu hverfi hérna í Valencia er grunnurinn fyrir hverfið í Edward Scissorhands...og hananú!

Annars eru kúrsarnir hénra frábærir...Maureen Selwood sem kennir teiknikúrs fyrir exp. animation er frábær...algjör hands on kúrs og heimspekilegar umræður..og við erums strax byrjuð á litlu teikniverkefni (munum líka gera "scratch on film"...svo er annar kúrs þar sem við erum að búa til Camera Obscura og taka upp með henni og ræða upprunna rannsókna á ljósi..svo er annar kúrs í bíósalnum þar sem við fáum alltaf nýjan listamann sem sýnir mynd sína og svo eru umræður...svo er hljóð kúrs hjá kennara sem er frábær..svo er tæknikúrs þar sem við lærum á Oxburry vélina...sem er geðveik filmuvél..og fleiri geðveikar vélar...svo á ég eftir að fara í kúrs hjá Paul Vester (breskur gaur sem gengur um með hundinn sinn og er með eitt svart glerauga)...hann er víst frábær kennari...hann kennir kúrsinn þar sem við gerum fyrsta árs myndina okkar.

Annars virðist partýunum ekkert linna...helgin þegar orðin uppfulll...en ég ætla samt að fara að vinna að verkefnumu aðallega.Þarf enn að finna mér nokkur húsgögn til að geta komið mér fullkomlega fyrir...en það er ekki vandamál afþví það er barasta ótrúlegt hverju fólk hendir í ruslið hérna...það er hægt að fá fínustu hillur, borð og stóla á götunum...

Fékk "cubicle" í gær með aðalfélugum mínum Andrew og Michael....við (og líka Joyce) höngum mest saman...þau eru frábær....annars var ég líka að heyra að það búa rosalega margir CalARts nemendur í Woodglen...þannig að planið er að halda eitt allsherjarpartý þar sem er mismunnandi þema í hverri íbúð....lífið er ljúft.

mánudagur, september 11, 2006

Hollywood og O.C

Já ég fór í partý í Hollywood á laugardagskvöldið og á Laguna Beach í Orange County á sunnudaginn. Þessi vika sem ég er búin að vera hérna er allt öðruvísi en ég hafði ýmindað mér; ég er umkringd skemmtilegu fólki allan daginn og alltaf eitthvað skemmtilegt að gerast. Þetta verður auðvitað ekki svona eftir að skólinn byrjar...en þetta er snilld! Mansi meðleigjandi minn er snilld! Mjög töff og klár stelpa, voða afslöppuð týba og við erum með sama húmor og hún er með mjöög góðan tónlistasmekk (kynnti mig t.d fyrir nýjustu hljómsveit stúlknanna í Cocorosie, "Metalic Falcon"...og svo Barr, eða Brendan Fowler sem er víst að spila hérna næsta mánudag...bæ þe vei, Sufjan er líklega að spila hérna í október!) Ég hefði aldrei getað ýmindað mér að það væri svona frábært að vera hérna. L.A er auðvitað voða mismunnandi eftir stöðum, en maður þarf bara smá tíma til að fatta hvernig borgin virkar (og auðvitað bíl). Laguna svæðið í Orange County (eða O.C eins og það heitir í sjónvarpinu) er GEÐVEIKT! Þetta eru allt einhverjar villur...en samt aðlaðandi, fullt af gróðri í kring, þetta lítur út eins og sett í ævintýrabíómynd (svo sá ég "humming bird" og drekaflugu í fyrsta skipti...fuglinn er sá minnsti sem ég hef nokkurntíma séð, u.þ.b jafnstór og ópalpakki og drekaflugan er örlítið minni). Ströndin var bara lítil, milli tveggja stórra kletta..og ég prófaði svokallað "bodyboard" sem er helmingi minna en svona "surfboard"...og öldurnar voru hrikalega stórar...ógeðslega gaman, nema þegar ég lenti undir einni og fékk sand og vatn í nefið og sýndi brjóst...aftur! (sjá fyrra blogg).Ég fór þangað með Mansi og vinkonu hennar sem er líka í grafískri hönnun. Kúrsarnir þeirra hljóma líka rosa spennandi, og ég ætla pottþétt að taka silkiþrykk kúrs bráðum!
Já við fórum semsagt í partý hjá kærustu Dillons á laugardaginn. Rosa fansí inngangur með pálmatrjám og ljósum...enn og aftur, eins og í bíó (þetta er orðin úreltur frasi hjá mér). Íbúðin sjálf var lítil og maður þekkti ekki marga, en þó var mér boðið í partý næstu helgi hjá stelpu í EA MFA3 (sem þýðir, exp. Animation masters á þriðja ári...hér eftir mun ég skammstafa) og í tónlistanámi, trommugaur...(hann þekkti nokkra tónlistamenn frá íslandi, t.d Jóel Pálsson saxafónleikara ofl). Þau búa í Val Verde sem er svæði nær eyðimörkinni, þar eru stór hús á minna verði, en það er líka langt frá skólanum. Svo voru þarna á boðstólnum fyrir utan bjór og tjekknesk skot "korndog" sem er pulsa inní djúpsteiktu brauði á pinna..og svo djúpsteikt deig með flórsykri útá (þetta er eitthvað ægilegt delíkatess sem ég man ekki hvað heitir...en er satt að segja hevíti gott bara). Annars var partýið ekkert sérstakt og Dillon gerði þau mistök að hafa kveikt á tölvuleik í sjónvarpinu (sem er súrasti tölvuleikur sem ég hef séð; þú velur þér eitthvað umhverfi sem getur verið blómagarður, matvörubúð ofl og svo ertu rúllandi límbollti og átt að láta sem flest dót í þessu umhverfi límast við boltann á sem minnstum tíma líkt og snjóblolti...hlutirnir sem límast geta verið allt frá blómi uppí blokkir og dádýr....já frekar súrt).
Annars er maður voða heilsusamlegur hérna, alltaf að synda í lauginni og svo erum ég Andrew og Ragnhildur búin að stofna hlaupaklúbb...fórum að hlaupa á laugardaginn, skoðuðum í leiðinni desperate houswifes hverfið hérna rétt hjá. Svo á föstudögum eru opnir tímar á morgnanna í jóga..sem passar fullkomlega fyrir mig afþví ég er í tímum eftir hádegi...Annars skráði ég mig í að vinna á barnum þegar það eru listasýningar á fimmtudögum..þá væri maður bara að hella í glös meðan fólk nýtur sýningarinnar...12 dollarar á klukkutímann...sem þykir gott. Fyrir þá sem ekki vita þá eru alltaf listasýninar hjá mismunnandi deildum innan skólans á fimmtudögum...og þá er ókeypis áfengi...og ég segi bara "sweet" eins og þeir segja hér syðra. Jæja, Andrew er að fara að koma og ég er búin að lofa honum að klippa hár hans (hann heldur að ég geti klippt bara afþví ég klippti mitt hár...).
Annars ætla ég að koma því í kring að fá net heima....þetta er svo óþægilegt að vera alltaf á bókasafninu...

uns

föstudagur, september 08, 2006

Jaeja, ta er madur loksins buinn ad velja kursa og sja alla hina gomlu nemendurna. Skraningin er svona blanda af caos og reglu...madur fer og hittir alla kennarana med kursana og spjallar vid ta og faer undirskrift...sem er mjog gott og personulegt, en getur thytt margar radir!! Her eru nofnin a kursunum sem eg valdi (flestir teirra er required fyrsta arid og margir eru taeknikursar til ad geta notad adstoduna seinna meir). Svo eru fullt af opnum teiknitimum i karakter animation sem eg aetla ad maeta i og teikna...

Structuring strageties: Tessi kurs er i biosalnum og byggist a tvi ad horfa a myndir annara nemenda og raeda um tad, auk tess koma gestalistamenn i heimsokn.

Devices of illusion: Tetta er hands on kurs sem fjallar um ad leika ser med filmuna; ...students adapt, modify, reconfigure and boulderise optical and mechanical devices, creating mysterious machines for recording the ephemeral...

Sound acquisition for experimental Animators: Hljod...skildukurs

Drawn technique for experimental animators: Segir ser sjalft...

The hybrid image: After effects, photoshop og premier og bruin milli analog og digital

Pensil Test facility workshop: Taeknikurs

Video Workshop for experimental filmmakers: Taeknikurs

First year short project: Gerum okkar eigin mynd

Ex Periment: Skildukurs...taekni

Annars er eg buin ad kynnast fullt fullt af folki...hitti Mansi ibudarfelaga minn i gaer og hun virdist alveg edal manneskja...vid possum mjog vel saman! Vid forum i ikea og keyptum rum handa mer ofl...svo kostudum vid uppa hver fengi hvada herbergi og eg fekk stora...jibbi! Tad er talsvert staerra, med storum walk in skap og storum spegli, ser vaski og skuffum og skapum, jam, helviti gott bara! Hlynur og Dillon fluttu in i Woodglen i gaer og verda tvi nagrannar minir!!! Dillon er mjog snidugur og sterkur karakter...eg, ragnhildur og Andrew fengum okkur bjor hja teim i gaer...tad vaeri gaman ad fa emeil fra einhverjum...adallega lika aftvi mig vantar heimilisfang folks..ef madur skildi vilja senda kort.

bae

miðvikudagur, september 06, 2006

skólinn! úff....hann er stór og mikill á fimm hæðum...mín deild er á 1 hæð. Fullt af fólki, fullt að læra á....hér er risa leikhússvið, bíósalur sem hægt er að leigja og sýna myndir....smokkar alltaf til í risastórri skál á Student Affair skrifstofunni, popp á fimmtudögum. Fullt af fólki, stór skóli, fullt af fólki, ógeðslega mikið af góðum græjum...vídjó bókasafn með litlum hólfum og bíóstólum og að sjálfsögðu risa bókasafn þar sem ég sit núna í þráðlausu neti. Í kjallaranum eru allir veggir málaðir og maður má mála ef maður vill...stórir gangar, stór dansherbergi, tónlistaherbergi með alskyns exótískum hljóðfærum (sum meira en 60 ára gömul). Hitti bekkinn minn í dag, margir frá asíu. Ein stelpa frá Rússlandi sem er mjög fín og heitir Vita (minnir mig), svo er Andrew frá uppstate New York við erum búin að kynnast best af bekknum...svo er Michael líka bandarískur, fyndin gaur, hávaxinn með sítt svart hár og voða viðkunnalegur líka. Svo eru Kim (frá Tælandi) og Joyse frá (fokk ég man það ekki) en hún er upprunalega japönsk..hún er rosa fín! Ég, Andrew, Kim, Joyse, Stephen (úr experimental sound) og Brendan (saxafónleikari í jazz tónlist sem býr líka í Woodglen...EINN, greinilega ríkra manna barn!) við sex hittumst í lauginni "minni" í Woodglen (sem er miklu hreinni og huggulegri en skólalaugin) í gærkvöldi og drukkum bjór in the moonlight...þetta var barasta nákvæmlega eins og í bíómyndunum, hah! En núna ætla ég að hætta að skrifa og fara að velja námskúrsa fyrir morgundaginn....og reyna að læra á allt, úff! Ég mun líklega hitta Mansi húsfélaga minn á eftir í fyrsta skipti..hún er búin að vera í New York. Eitt er ég búin að finna út að ég er mjööööööög heppin með íbúð, þetta er miklu betra en kampus, nálægt en samt með eigin, gott og stórt herbergi sem ég get líka notað sem vinnuaðstöðu ef það verður eitthvað þrönt í skólanum. Annars er aðstaðan mjög fín, sérstaklega ef maður fær gott "cubicle" eins og það er kalllað, mun betra í í Royal College...mun betra allt en þar...þannig að ég er fegin að ég er hér. Það er vel hugsað um okkur, maður finnur það að þeir vilja manni allt hið besta, og mér líst vel á kennarana, sniðugir karakterar...ég get reyndar ekki hitt minn mentor á morgun eins og ég átti afþví..ég skal orða þetta eins og kennararnir gerðu: A bug got into his head! Jam, þannig að hann er eitthvað veikur greyið ( :

Fyrirgefið þið allir sem ég hef ekki sent persónulegt bréf...ég kemst bara ekki yfir mikið meira en þetta...en það ættu að vera einhver bréf í pósti í vikunni (: Mig vantar reyndar adressur. Eva og Björg, hver er adressan ykkar? OG Smáragata hvað? Sendi ástarkveðjur...þetter allt að verða að veruleika!!

Un
LA!

LA er stór og mikil...og ekki nærri því eins heit og Valencia. Við fengum að gista hjá frænku Ragnhildar. Hún er 23 ára og er frá Washington (hún er hálfíslensk), heitir Leah og er algjör beiba með aflitað hár og voða amerísk, leikkona að mennt og er að fara í leikprufur (eða "auditions" eins og þeir segja hér vestra). Þannig að maður fékk ameríska drauminn strax beint í æð, hún er á svokölluðu "raw food" fæði, sem þýðir að hún borðar ekkert steikt eða soðið, allt lífrænt og ekkert kjöt og brauð osfr...þetter víst það heitasta í dag. Hún vinnur hliðina á Sony animations og ImageWorks sem er nýtt fyrirtæki sem er að framleiða slatta af myndum (hún sagðist geta látið þá fá "reel" frá mér...tengslanet, tengslanet...). Við gistum í íbúðinni hennar nálægt Santa Monica. Hún býr þar ásamt nýgiftu pari, konan er módel og rosa flott pía (nei þær eru það sko ekki allar þarna í LA) þau eru mormónar....jesúmyndir á veggjum og svona...pínu fyndið, mormónamódel.
Á leiðinni frá Valencia til LA (sem var pínu kreisí ferð afþví Leah talaði voða mikið og notaði hendur til áherslu en var samt að keyra á svona 90 km hraða á fimm akreina hraðbraut) keyrðum við gegnum part sem er bara hérna rétt hjá Woodglen og lítur út alveg eins og "Mistery Lane" í desperate houswifes...það er rugl! Bandaríski fáninn meiraðsegja stundum hangandi, úff! Svo keyrðum við framhjá skiltum með nöfnum sem maður kannast við eins og Mulholland Drive, Pasadena, Burbank og keyrðum svo inní Culver City ofl. Fórum svo á Venice beach og sáum kyrrahafið! Það er svo margt að segja um þennan stað...það sem ég tek aðallega eftir er að það er rosalega mikið af mexíkönum og spænsku-talandi liði í LA...og svo keyrir maður líka gegnum hverfi sem eru bara eins og mexíkó, oft mjög fallegur arkítektúr og skemmtileg stemning...svo er líka mikið af óaðlaðandi senum. Svo fórum við á Hollywood Boulevard...ekki aðlaðandi gata...en samt áhugavert. Löbbuðum gegnum hóp af svona tvítugum krökkum á leiðinni á ball, og stelpurnar voru eins og hórur þær voru svo mikið málaðar! Við fórum og skoðuðum handaför stjarnanna í gagnstéttinni og stóðum í tröppunum þar sem Óskarinn fer fram og sáum nöfn allra gömlu stjarnanna sem eru steypt í marmarastjörnum meðfram allri götunni. Einstaka voru ekki með neinu nafni og það er þá eitthvað sem á eftir að koma seinna. Svo í morgun tók Leah okkur á stað sem heitir "The leaf" sem er nafn með rentu því flest sem þar er serverað (allt hrátt) er rúllað inní risastór laufblöð í staðin fyrir pönnuköku eins og Falafel og svoleiðis...bara askoti gott, en ansi massíft til lengdar, mikið "tigg". Svo fengum við obboðslega djúsí "brownie" í eftirrétt...sem var náttlega ekki brownie frekar en ég heiti Gulla Jóns..en voða sætt og gott. Svo fórum við á Santa Monica beach sem er víst svona frekar subbuleg strönd en mér fannst hún bara fín...risastór, eins og allt hérna. Ég var svo sniðug að gleyma bikiníbuxunum mínum og fór því í stuttbuxnapilsinu sem ég var í útí....sem var ekki mjög heppnað afþví það lak alltaf niðrum mig. Svo voru rosa stórar öldur (maður verður að prófa sörfið) en ég var ekkert voða kúl afþví þegar aldan kom reif hún mig næstum úr buxunum...og svo í eitt skiptið rétt náði ég að grípa í þær svo þær dittu ekki en þá vildi ekki betur til en svo að toppurinn minn hafði færst heldur betur til, m.ö.o ég var á brjóstunum...önnur alda var á leiðinni...þannig að ég varð að halda í buxurnar og reyna að laga haldarann í leiðinni...ég er viss um að þeir hafa skemmt sér vel kallarnir í kring.
Svo í kvöld fórum við á annan svona "raw food" stað í Santa Monica sem var rosalega kósí...svona hippafílingur. Þar fékk ég mér "pizzu" sem er í raun hrátt gums og grænmeti og hnetur ofaná einhverju stífu sem er gott á bragðið en ég hef ekki hugmynd um hvað er..mjöög góð pizza, en ekkert sérstakur "almond milk" drikkurinn sem ég fékk mér. Gaurinn á staðnum var var mikið inní kvikmyndagerð og sagðist vera hrifinn af Nói albinói....og svo auðvitað SigurRós og Björk..Svo fórum við í mína uppáhaldsbúð sem var þarna rétt hjá...reyndar var þetta hverfi í Santa Monica það mest aðlaðandi sem ég hef séð af LA.....jæja nú ætla ég að sofa afþví á morgun er stóri dagurinn, Student Orientation í skólanum!!!

Ég býst við að ég muni ekki blogga svona innihaldsnákvæmu bloggi á næstunni...þetta tekur svo mikinn tíma!

uns

sunnudagur, september 03, 2006

Hæ elsku vinir!

Nú er ég betur komin inn í allt. Veit eigi hvar byrja skal. Mér líður vel...það er u.þ.b 35-40 stiga hiti á dagin
þannig að besti tíminn er milli 6-8, þá er ennþá bjart og yndislega þægilegt,
fiðrildi flögra, eðlur og stórir íkornar skjótast um, mikið af fjölskyldum
hérna, lítil börn að leik....þetta er bara eins og í bíómyndunum (:
Á kvöldin er mjög dimmt og þegar maður labbar heim er rosalegur hávaði í dýrunum
(líklega engisprettunum) en samt eitthvað annað hljóð líka...ég hélt að það væri
skröltormur að elta mig um daginn og hlít að hafa litið mjög asnalega út afþví
ég var alltaf að líta fyrir aftan mig. Á kvöldin fer úðarasystemið í gang...já
það er úðarasystem ÚTUMALLT! þannig að maður fær smá spraut á sig þegar maður
labbar. Í vetur verður veðrið eins og það er á kvöldin...semsagt fullkomið,
hlakka til, afþví það reynir á að labba í hitanum...ég er alltaf bara í stuttu
pilsi og flipflopps.
Valencia er í raun svona hvíldarbær svona stoppstaður áður en farið er inní
brjálæðið í LA og hverfið sem ég bý (Woodglen) er fjölskyldustaður með CalArts
nemendum inn á milli....ég hefði hreinlega ekki geta verið heppnari með
staðsetningu...þrjár mínútur í skólan, en samt svona 15 minutur í bestu
búðirnar og bankan og svona, en ég er að fara að kaupa mér hjól, þau kosta ekki
rassgat hérna. Íbúðin er yndisleg...og laugin, úff! Vatnið í henni er alltaf
tært og hreint, sólbekkir, heitapottur, workout-stúdíó...allt í boði. Fékk mér
sundsprett í fyrsta skipti í gær og í þessum hita er það paradís!!! Maður er
strax komin með "tan", enda ekki hægt að komast undan sólinni blessaðri (:
Skólinn byrjar á miðvikudaginn og ég hreinlega get ekki beðið!
Ég bauð Ragnhildi í Tofu í gær (grænmetið og ávextirnir auðvitað ógeðslega djúsí og svo er Wholefood búð hérna í svona 25 min fjarlægð...mig langar helst að búa í þeirri búð, fékk valkvíða dauðans! Allskyns krem og dót, hundrað úrval af soyjamjólk og hrísmjólk og svo er risa lífrænt kjötborð OG svo er svona matarbakkar með allsyns djúsí að fá sér!! allt lífrænt,Já ég gæti talað endalaust um þetta) EN semsagt við borðuðum fyrstu máltíðina í nýja heimilinu og drukkum bjór og fengum okkur svo göngutúr uppí skóla....þetta er miklu stærri skóli en hann virðist utanfrá...það tekur svona 15 min að labba kringum hann allann...ég get ekki beðið að fara í skólan og hitta alla og allt....get ekki beðið....get ekki beðið...ok ég verð bara að reyna að bíða....það eru alltaf kallar á svona golfbílum sem keyra um svæðið og passa að allt sé í lagi. Við spjölluðum aðeins við þá og þeir sögðu að þeir geta alltaf skutlað manni eitthvað ef maður hittir á þá og þarf að komast í aðra byggingu eða eitthvað...það er fyndið....svo skoðuðum við sundlaugin...þar var einhver gaur að synda, fín sundlaug...aðeins stærri en mín, kassalaga, mín heima hefur "lífrænt" form. Svo löbbuðum við hjá tónlistadeildinni og heyrðum þá óma frá Saxafón spili...þar stóð drengur og spilaði á saxafón úti á tröppum í nóttinnni....bíómyndafiðringur (:

Nú sit ég á Starbucks (alltaf endar maður á Starbucks þótt það sé ógeðsleg keðja) og var ekki fyrr búin að tilla mér þegar mannanskoti (nei nei segi svona) sest á borðið hliðina á mér og ekki líður á löngu þar til hann segir "excuse me, are you a calarts student?" og ég svara því játandi og spyr hvernig hann hafi vitað það. Þá fer hann að blaðra um það að hann sé "artist" og hafi á yngri árum mikið hangið með calarts nemendum og fari þangað reglulega til að finna listamenn að vinna fyrir sig og hann hafi hreinlega spottað mig út úr crowdinu...að hann sé orðinn góður í því (samt mjög krípí) EN allavegana, hann var semsagt hálfpartinn að bjóða mér vinnu! Hann er með nokkur fyrirtæki í gangi, sem tengjast kaffi...að gera svona "coffetrademarks" og vinnur mikið með "the lighter side of coffee" hvað sem það þýðir...gerir tildæmis logo á einvherja bangsa sem eru búnir til fyrir Starbucks...lattebangsi, cappuchionbangsi og eitthvað...allt mjög fyndið.....EN þó ekki jafn fyndið og vinnan sem hann var hálfpartinn að bjóða mér. Hann er semsagt að leyta að manneskju til að gera illustration fyrir spil sem heitir; Coffopoli....ekki Monopoli...nei, COFFOPOLI!!! Ég varð að halda í mér til að fara ekki að hlæja framan í hann :D
En ég lét hann samt fá nafnspjald (hann sagðist borga vel)...ég segi bara "why not" la la læ...jæja ég ætla að rölta til Ragnhildar...frænka hennar sem býr þar er að fara að koma og pikka okkur upp.......jiiiiha! Segi frá þeirri ferð þegar ég kemst næst í net....en núna þarf ég að fara hingað og borga fyrir það...væri mjög til í að fá mér net heima líka....Ragnhildur var að hringja og við fáum að gista hjá LA frænkunni.....sem þýðir að við getum hitt Stefanie sem býr þar nálægt....og farið á barinn....verð að þjóta. Spæjó


Una
Ég er komin! Klukkan var orðin 10 að morgni að okkar tíma þegar ég lagðist til rekkju í mínu nýja húsi….ég fór útúr húsi á íslandi kl.12 að hádegi, semsagt 22 tímar án svefns!
Ég og Ragnhildur millilentum í Minneapolis, að ofan leyt það voða viðkunnalega út, svona pínu eins og í þáttunum "Providence" (núna mun ég líklega alltaf nota líkingar úr bandarískum sjónvarpsþáttum). Þetta var lítill og heimilislegur völlur. Það þrufti ég að gefa fingrafar hjá ofurhressum starfsmanni… Þar hitti Ragnhildur stelpu sem er kærasta vinar hennar og er frá Seattle og var á leið þangað…það voru 3 tímar í næsta flug þannig að við forum þrjár og fengum okkur að borða. Það fyrsta sem ég tek eftir í fari bandaríkjamanna er hvað þeir eru opnir og hjálplegir…og það er ekkert feik sko, þeir ERU virkilega að hljálpa manni, ein kellan á vellinum fór útum allan völl til að finna kassa undir áfengið sem ég hafði keypt og varð að tjekka inn…svo segir búðarfólkið náttúrulega alltaf "hi, how are you doing today" sem er auðvitað bara lína, en það er samt brosmillt þegar það segir það…bara kurteisi…og ég fíla það! Kjötlausa salatið sem ég fékk mér var hræðilegt, hálfur kálhaus (já, ekkert skorinn í bita, bara kálhaus), pínulítið af kassalaga tómatabitum og fullt af fínlega röspuðum appelsínugulum osti…og feit sósa.
Svo var haldið til L.A og ég tók strax eftir að í þessu flugi var fólkið orðið "LA legra"…meira af feitum brúnum köllum í hawaiskyrtum osfr. Vélin hristist mikið…en svo sofnaði ég og vaknaði yfir LA í niðamyrkri og mikilli ljósadýrð…ekki eins mikið "providence" í gangi og mengunarþoka yfir borginni…huggó. En það var samt ekkert mál að labba að töskunum alveg eins og í Minneapolis…voða einfallt og þægilegt. Við vorum báðar allveg búnar af þreytu og maður var ekki að fatta alveg að maður var kominn. Svo biðum við smá…og svo komu Hlynur töffari og Leah kærasta hans á flotta bílnum hennar…voða viðkunnaleg stúlka…frá kóreu…var að klára Experimental animation í fyrra, öll fjölskylda hennar er í Kóreu, býr og starfar núna í Santa Monica sem er í raun einn partur af LA…þar er hún að vinna við "motion graphics" og fær að gera handgert animation…þannig að það hljómar mjög vel! Svo seinna um kvöldið kíktum við við hjá vinum hennar (kærustupar sem var líka að klára Exp. Animation)….þau eru líka að flytja til Santa Monica….það er greinilega vinsælt. EN semsagt, komnar til LA…erfitt að lýsa þessu, ekki beint svona hómí…svo komum við fljótt til Valencia…sáum reyndar ekki mikla breytingu…en meira af trjám og aðeins meira hómí. Lyktin í Valencia er svona sæt, krydd/blómalykt…mikil lykt af trjánum. Keyrðum fyrst einn rúnt kringum skólan…sáum samt ekki mikið en tvennt get ég þó staðfest; nr.1 íbúðin mín er í mesta lagi 3 mínutur frá skólanum labbandi…sem er alveg frábært miðað við hvað það eru langar vegalengdir og vont göngufæri nr.2 skólinn virðist vera mun minni en ég gerði mér í hugarlund og Leah sagði það líka, hún notaði meira að segja lýsingarorðið "small"….en Hlynur var ekki alveg sammála…held ég verið að sjá þetta aftur og dæma svo…en eitt er víst, að maður á eftir að kannast við flesta í skólanum eftir smá tíma.
Nú svo keyrðum við Ragnhildi á sinn stað, í Stevenson Ranch, hún mun búa með voða viðkunnalegri eldri þýskri konu…í litlu herbergi á þriðju hæð, inní svona húsaþyrpingu. Voða notalegt hús…ekkert svo stórt herbergi og því miður er þetta ekki 10 labb í skólna eins og konan hafði sagt…meira svona 20-25 min en það er hjólastígur meðfram stóra veginum sem skólinn liggur við, þannig að hún hjólar þetta bara. Svo var haldið í Woodglen…heim til mín. Hinummegin við skólan er stórt grindverk sem "heldur utanum" Wooglen svæðið, beygjum þar inn, leggjum og finnum íbúðina mina nr.272. Þetta er alltaf neðri og efri íbúð…og mín er eftri. Litlir göngustígar leiða að húsinu. Komum inn og þetta er voðalega huggulegt og fínt, stærra en ég hafði séð fyrir mér. Maður labbar inn í stofuna og þá er risa gluggi/rennihurð sem leiðir útí svalirnar á hægri hönd. Á vinstri hönd er vænn eldhúskrókur (sé strax fyrir mér matarboðin) með gashellum og stórri viftu í loftinu. Mansi er með mátulega mikið að dóti hérna; eldhúsborð og stóla, sofa og tvo aðra stóla og hillu OG stóran kassa af vínilplötum og plötuspilara! (Sé aftur fyrir mér matarboðin). Svo eru herbergin rúmgóð og fín, annað er aðeins stærra með risastóru "walk in" skápaherbergi…en það er líka stór fataskápur innbyggður í hitt herbergið. Nú svo gerði Leah fínt kort handa mér af svæðinu í kring…og það er allt sem ég þarf í göngufæri…Wholefoods sem er heilsubúðin er samt aðeins lengra…hinummegin við skólan. Nú svo uppgötvuðum við að það var ekki einu sinni klósettpappír á heimilinu þannig að Leah bauðst til að keyra mig í búð (þvílíkt hjálpleg!) klukkan var þá orðin 2 um nóttina hér (9 að morgni á mínum tíma). Fyrsta verslunarferðin; sáum skunk á leiðinni…hér er allt útí úðarakerfi sem sprautast á mann.
Svo svaf ég hérna á sófanum í stofunni í nótt…og núna ætla ég í sturtu og svo ætla ég að labba niðrá Starbucks og fá mér kaffi og senda þetta bréf…svo ætla ég í símabúðina að kaupa mér nýtt hleðslutæki fyrir síman…get ekkert hlaðið hann, svo koma Hlynur og Leah á eftir …og örugglega Ragnhildur og við ætlum að skoða okkur aðeins um, og fara jafnvel í IKEA og kaupa rúm handa mér. Annars er Hlynur að bíða eftir svari varðandi íbúð hérna í Woodglen sem hann og Dillon bekkjarbróðir hans ætla að leigja, sem er sko í kallfæri frá minni íbúð, reynda á neðri hæð samt…en við gætum bæði staðið á svölunum og talað saman og veifað ( :
Annars finn ég að þetta er allt voða skrítið, ég á eftir að taka þetta betur inn…þetta er öðruvísi en allt….úff..segi betur frá seinna. Það er sól úti…en samt bara gott hitastig inni, ekki og kallt eða heitt. Nú hætti ég.

Una í kaliforníu.