Hæ elsku vinir!
Nú er ég betur komin inn í allt. Veit eigi hvar byrja skal. Mér líður vel...það er u.þ.b 35-40 stiga hiti á dagin
þannig að besti tíminn er milli 6-8, þá er ennþá bjart og yndislega þægilegt,
fiðrildi flögra, eðlur og stórir íkornar skjótast um, mikið af fjölskyldum
hérna, lítil börn að leik....þetta er bara eins og í bíómyndunum (:
Á kvöldin er mjög dimmt og þegar maður labbar heim er rosalegur hávaði í dýrunum
(líklega engisprettunum) en samt eitthvað annað hljóð líka...ég hélt að það væri
skröltormur að elta mig um daginn og hlít að hafa litið mjög asnalega út afþví
ég var alltaf að líta fyrir aftan mig. Á kvöldin fer úðarasystemið í gang...já
það er úðarasystem ÚTUMALLT! þannig að maður fær smá spraut á sig þegar maður
labbar. Í vetur verður veðrið eins og það er á kvöldin...semsagt fullkomið,
hlakka til, afþví það reynir á að labba í hitanum...ég er alltaf bara í stuttu
pilsi og flipflopps.
Valencia er í raun svona hvíldarbær svona stoppstaður áður en farið er inní
brjálæðið í LA og hverfið sem ég bý (Woodglen) er fjölskyldustaður með CalArts
nemendum inn á milli....ég hefði hreinlega ekki geta verið heppnari með
staðsetningu...þrjár mínútur í skólan, en samt svona 15 minutur í bestu
búðirnar og bankan og svona, en ég er að fara að kaupa mér hjól, þau kosta ekki
rassgat hérna. Íbúðin er yndisleg...og laugin, úff! Vatnið í henni er alltaf
tært og hreint, sólbekkir, heitapottur, workout-stúdíó...allt í boði. Fékk mér
sundsprett í fyrsta skipti í gær og í þessum hita er það paradís!!! Maður er
strax komin með "tan", enda ekki hægt að komast undan sólinni blessaðri (:
Skólinn byrjar á miðvikudaginn og ég hreinlega get ekki beðið!
Ég bauð Ragnhildi í Tofu í gær (grænmetið og ávextirnir auðvitað ógeðslega djúsí og svo er Wholefood búð hérna í svona 25 min fjarlægð...mig langar helst að búa í þeirri búð, fékk valkvíða dauðans! Allskyns krem og dót, hundrað úrval af soyjamjólk og hrísmjólk og svo er risa lífrænt kjötborð OG svo er svona matarbakkar með allsyns djúsí að fá sér!! allt lífrænt,Já ég gæti talað endalaust um þetta) EN semsagt við borðuðum fyrstu máltíðina í nýja heimilinu og drukkum bjór og fengum okkur svo göngutúr uppí skóla....þetta er miklu stærri skóli en hann virðist utanfrá...það tekur svona 15 min að labba kringum hann allann...ég get ekki beðið að fara í skólan og hitta alla og allt....get ekki beðið....get ekki beðið...ok ég verð bara að reyna að bíða....það eru alltaf kallar á svona golfbílum sem keyra um svæðið og passa að allt sé í lagi. Við spjölluðum aðeins við þá og þeir sögðu að þeir geta alltaf skutlað manni eitthvað ef maður hittir á þá og þarf að komast í aðra byggingu eða eitthvað...það er fyndið....svo skoðuðum við sundlaugin...þar var einhver gaur að synda, fín sundlaug...aðeins stærri en mín, kassalaga, mín heima hefur "lífrænt" form. Svo löbbuðum við hjá tónlistadeildinni og heyrðum þá óma frá Saxafón spili...þar stóð drengur og spilaði á saxafón úti á tröppum í nóttinnni....bíómyndafiðringur (:
Nú sit ég á Starbucks (alltaf endar maður á Starbucks þótt það sé ógeðsleg keðja) og var ekki fyrr búin að tilla mér þegar mannanskoti (nei nei segi svona) sest á borðið hliðina á mér og ekki líður á löngu þar til hann segir "excuse me, are you a calarts student?" og ég svara því játandi og spyr hvernig hann hafi vitað það. Þá fer hann að blaðra um það að hann sé "artist" og hafi á yngri árum mikið hangið með calarts nemendum og fari þangað reglulega til að finna listamenn að vinna fyrir sig og hann hafi hreinlega spottað mig út úr crowdinu...að hann sé orðinn góður í því (samt mjög krípí) EN allavegana, hann var semsagt hálfpartinn að bjóða mér vinnu! Hann er með nokkur fyrirtæki í gangi, sem tengjast kaffi...að gera svona "coffetrademarks" og vinnur mikið með "the lighter side of coffee" hvað sem það þýðir...gerir tildæmis logo á einvherja bangsa sem eru búnir til fyrir Starbucks...lattebangsi, cappuchionbangsi og eitthvað...allt mjög fyndið.....EN þó ekki jafn fyndið og vinnan sem hann var hálfpartinn að bjóða mér. Hann er semsagt að leyta að manneskju til að gera illustration fyrir spil sem heitir; Coffopoli....ekki Monopoli...nei, COFFOPOLI!!! Ég varð að halda í mér til að fara ekki að hlæja framan í hann :D
En ég lét hann samt fá nafnspjald (hann sagðist borga vel)...ég segi bara "why not" la la læ...jæja ég ætla að rölta til Ragnhildar...frænka hennar sem býr þar er að fara að koma og pikka okkur upp.......jiiiiha! Segi frá þeirri ferð þegar ég kemst næst í net....en núna þarf ég að fara hingað og borga fyrir það...væri mjög til í að fá mér net heima líka....Ragnhildur var að hringja og við fáum að gista hjá LA frænkunni.....sem þýðir að við getum hitt Stefanie sem býr þar nálægt....og farið á barinn....verð að þjóta. Spæjó
Una