mánudagur, nóvember 06, 2006

Ekkert að frétta nema það að ég fann dauðan humming bird fyrir utan skólan í dag. Jú svo fór ég á tónleika í Hollywood með Aimee vinkonu (sem er geðveik....nei ég er ekkert að grínast hún ER geð-veik, hún er búin að vera hjá mörgum geðlæknum og sálfræðingum...en hún er algjör listakona, týbískt...geðveik og listræn...teiknaði mynd af mér um daginn, semsagt af mér eins og ég mun vera þegar ég leik hlutverk í myndinni hennar "Character disorder", sem er í næsta mánuði, ég er semsagt Doctor Ruhland, leiðindalæknakona, með skikkju og rauðan varalit og alltaf þegar ég svara í síman sveifla ég mér hring á skrifborðsstólum...hlakka ekki lítið til!!), hélt ég mundi deyja á leiðinni afþví hún keyrði eins og brjálæðingur, alltaf með eina hönd á stíri og keyrði á hundrað og alltaf að kíkja í aftursætið til mín (voða næs) og svo á einum tímapunkti sagði hún, "úff ég hélt að ég hefði séð kú á veginum...ég var næstum búin að sveigja framhjá" ég var með hjartað í skónum! EN semsagt, performansið sem við fórum að sjá var semsagt Annie Rossi vinkona Aimee og fyrrverandi tónlistanemandi hér í skólanum, hún var ein með víolu og söng og gerði skrítin hljóð á víóluna og þetta var alveg frábært...virkilega klár stelpa! Hún er með myspace síðu;

http://www.myspace.com/annirossi

og kærsti hennar Roland var líka að sína en við misstum af því, hans er;

http://www.myspace.com/rollinhunt

þau eru skemmtileg, þau eru góðir vinir Miles líka, allir svo klárir hér, trallla la

galleríið heitir Il Corral, svona underground svæði þar sem allskyns gerist...

u

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ekkert að frétta nema það að ég fann dauðan humming bird fyrir utan skólan í dag.- þetta er uppáhalds setningin mín. ég veit ekki hvað það er en það er eiithvað.
knus una
eva run

10:37 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home