laugardagur, nóvember 18, 2006

helst í fréttum:

ég og darri bró ætlum að eyða jólunum og áramótum tvö saman í Neva Jork....Jabb, ég hlakka ógeðslega til að fá kuldabolann að bíta í rassinn....

ljóð:

sólin á ekki að vera um jólin

frétt tvö: Magga frænka Tobbu (báðar fyrrverandi MH konur, Magga lék með mér í Náttúruóperunni á sínum tíma)....hún er allavegana hér núna og á morgun mun ég og Mansi taka hana á safnið þar sem Miles vinnur í LA...sem ég hef talað um áður en aldrei komið...safnið er: Museum og Jurassic tecnology og er víst ógó spennó....Miles ætlar að leyfa okkur að hanga þarna eftir að lokar og sýna okkur um safnið...svo ætlum við öll að fá okkur að borða og svo er ferðinni haldið á Il Corrall í Hollywood þar sem Miles er að spila í hljómsveit sinni (þeir eru þrír strákar allir úr CalArts) og svo eru fleiri hljómsveitir...gæti orðið gaman...

þriðja:
síðustu tvo daga er búið að vera þvílíkt mikið fjör hér...á fimmtudag var allskyns mismunnandi partý um allan skólan...latínó kvöld með grilluðu kjöti, tónlist og bjór, gay listafestival í aðalsalnum (gay senan hér er ROSALEGA stór!!!!) og listasýningar í flestum galleríunum í skólanum....maður gekk um og upplifði hvern viðburðinn á fætur öðrum, svo í gær var Thanksgiving hátíð handa international studentum með alvöru turkey og alles....ég smakkaði en svo var ferðinni haldið heim þar sem Joice eldaði japankst karrí fyrir mig og Hlyn....svo fórum við aftur upp í skóla og sáum skemmtilegt puppetshow..misgott en samt skemmtilegt. Sá sem stal showinu er einn leikari sem Mansi þekkir. Hann gerði svona skuggamynd með höndunum af Michael Jackson að dansa við Billy Jean...og þetta var klikkað flott...skugginn af höndunum hans sýndi hreinlega mann að dansa..og hann tók "the slide" og flipp flopp og allt!! Geggjað! Erfitt að útskýra..You had to be there...

ég er annars nokkuð sátt í lífinu bara og er núna að vinna að lítilli mynd sem ég þarf að skila eftir tvær vikur sem verður líklega einn partur í lokamyndinni minni (reyndar endasenan)...þetta verður blanda af 2d stop motion, leir, pappír, og frame by frame....

jú....það er frétt fjögur líka:
Sufjan Stevens sem mínir nánustu vita að ég er mjög hrifin af (hann er tónlistamaður) var að spila í Fríkirkjunni í dag...og hér sit ég í landinu sem hann er vanalega í ...og hann er á landinu sem ég er vanalega í....svona er lífið merkilegt stundum.

Una heimspeki

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

elsku una!

mikið ortirðu fínt ljóð! engar efasemdir að koma um að þú sért e.t.v á rangri hillu... djóg! en hefðirðu skellt þér í kennaraháskólann þá hefðurðu kannski farið á Súffa tónleikana...spáðu í það! Nei enn meira djóg. Æ ég bulla bara. Sit heima við kertaljós og reyni að koma út úr mér ritgerð. Ætla að rölta út í bakarí í snjósköflunum sem voru að fæðast í nótt og kaupa mér nokkur evarúnstykki. Farðu vel með þig elsku vinkona og líddu vel!

Eitt stykki Eva Björk

4:57 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

úff..hann súffi kemur nú aftur heim til sín... og þá er hann ekki hér. hjá mér lengur. og veistu hver vinnur þá á endandum?
þú...
hitt er bara skammtímagleði...eins og munurinn á bjór og vískí

björg kennari

3:25 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home