mánudagur, nóvember 19, 2007

Það verð ég að viðurkenna að þetta finnst mér flott:

http://www.aardman.com/pearcesisters/clip2.html

góður taktur, góð stemning og flott lúkk, hér er á ferð ein af þeim fáu myndum þar sem talvan gerir gagn og vinnur vel með handgerðum stíl.

laugardagur, nóvember 17, 2007

Langar til rússlands! Þessi maður Yuri Norstein var kennari kennara míns, Igors Kovalyov. Við Igor hittumst reglulega og gaman að heyra sögur hans um Yuri og fá álit hans!


þriðjudagur, nóvember 13, 2007

Hér eru línkar Winonu og Max þau eru sætt kærustupar í experimental animation, skemmtileg blogg, þau eru bæði í BA námi og eru rosa klár. Winona er víst úr einhverri mega animation fjölskyldu:

http://wavythought.blogspot.com/

og max:

http://maxwinstonsquishstuff.blogspot.com/

svo er hér rugluð síða sem ég rakst á:

http://www.bible-codes.org/bible-code-menorah-scales-tree-hell-sheol-death.htm

ég segi nú bara, andskotinn hafi það...nei segi sona

Allt á fullu í unu heimi...ó já, við millsi fengum óvænt gefins tvo miða á Joanna Newsome í risa tónleikarými sem er í húsi hönnuðu af Frank Gehry, semsagt í þessu húsi:



Joanna var alveg flott...samt pínu spes...mjög skrítið fataval, rústbleikur, flauels, stuttur kjóll og mjööög háælaðir svartir glans skór....spes við hörpuna.

Ókei, heyrumst, bæj

miðvikudagur, nóvember 07, 2007

www.this.is/una

LOKSINS...Vefsíðan er uppdeituð og fullt af nýjum vídjóum (sum taka pínu tíma að lódast)