þriðjudagur, janúar 23, 2007

Góð helgi

Sýningin hans Miles var á fimmtudeginum og gekk vel. Performancinn gekk vel, Christian vinur okkar spilaði á sög undir og Erek spilaði á hljómborð.....mjög stemningsríkt og flott og fullt af folki kom.

Á laugardaginn fór ég með Miles og pabba hans (sem kom alla leið frá Colorado) í ferð til LA, fórum á LACMA sem er eiginlega MOMA LA, þar var nýbúið að opna nýja sýningu með verkum Magritte...rosa flott. Semsagt verk eftir sjálfann listamanninn OG verk sem tengjast hans verkum eftir aðra listamenn. Svo var haldið á Museum of Jurassic tecnology (sem Miles vinnur á) og skoðað meira dót þar...ég er núna búin að koma þarna 4 sinnum en alltaf að laera eitthvað nýtt, mikið af lesefni og löngum vídjóum.

Svo bauð pabbi hans okkur út að borða á taelenskum stað og svo var haldið í Chinatown...hafði aldrei komið þangað áður, geðveik stemning, fullt af galleríum og börum og rauðar ljósaluktir yfir gangstéttinni, frábær staður! Þar hittum við fullt af fólki (meðal annars Julian og Elisu sem eru bæði frábær, Elisa útskrifaðist í fyrra úr myndlist og fékk styrk nýverið þar sem hún er að fara að ferðast um evrópu og gera einhverskonar listaverk útfrá þeirri reisu, sem spannar meira en hálft ár!!!! pant ég fá einn svoleiðis styrk! Hún verður á íslandi í mai-juni og vantar stað að búa á...ef einhver vill leigja henni ódýrt, látið mig vita!! Frábær stelpa, her er vefsidan hennar: http://alum.calarts.edu/~elopez/home.html). Þar fórum við á tvær opnanir. Svo fór heill hópur af okkur (folk sem vinnur á safninu með Miles...fólkið sem vinnur þar er eins og lítil fjölskylda...ekki leiðinlegt að vera partur af þeirri fjölskyldu) út að borða á indverskan stað....mjög gaman.

Svo á sunnudaginn, animeraði ég undir myndavélinni í 8 klukkustundir samfleitt!! Það er fyrir smá verkefni sem ég er með..segi frá því síðar.

Sólin er aftur komin.....það var langþráð hitasvækja í dag...jibbí!

Mikil vinna framundan, ég læt myndir á flickr þegar ég get!

uns

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

hæ una sendi þer kæra kveðju. ég af einhverjum ástæðum kemst ekki inná flickrið þitt...mjög leiðinlegt það..
evarun

10:19 f.h.  
Blogger una said...

profadu aftur: http://flickr.com/photos/unacalarts

aetti alveg ad virka, er litabokin i umferd?

11:40 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

heyrðu ég er ekki enn búin að fá hana. Eva segir mér að það mál sé í vinnslu. ég er mjög spennt og þakka hér fyrirfram hjartanlega fyrir mig! ert þú buin að fá litla pakkann frá mér. Evarunsa

12:27 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home