Hvar á ég að byrja.......
Jú, ég er í New York með Darra bróður núna...búum í íbúð vinar okkar, íbúðin er rétt við Williamsburg bridge í Brooklyn á horni Broadway og Bedford....Bedford er voða hipp svæði, fullt af búðum, kaffihúsum, dinerum...frábær stemning. Þetta er víst pínu á mörkunum hvað varðar safety en alveg allt í góðu. Íbúðin er rosa fín og stór stúdíóíbúð...góð vinnuaðstaða. Núna sitjum við hérna þrjú, ég Darri og Raggi vinur sem var að fljúga inn núna áðan. Hann verður með okkur hérna mestallan tíman.mér finnst Brooklyn svo miklu meira spennandi en Manhattan, erum samt búin að labba þar líka...aðalega í lower east side...það er fínt. Veðrið er gott...bara frekar hlítt og er spáð meiri hita á morgun...í gær rigndi.
Ég og Darri erum búin að hafa það æðislegt hérna..í gær var þétt dagskrá hjá okkur.
Fórum fyrst að skoða gallerýið sem Darri mun sýna í...það er í Greenpoint í Brooklyn...töff gallerí og gott svæði... og náunginn sem á galleríið alveg ógeðslega næs, það er stór bygging þarna hinumegin við götuna sem er kölluð pensilfactory (fyrrverandi verksmiðja) og þar er einhver góður bar þar sem maður fær eitt stykki pulsu með drykknum sínum...dont ask me why,...við vorum ekki búin að vera þarna lengi þegar vinir hans komu við og það endaði með því að okkur var boðið í eitthvað brjálað new years party með live tónlist og læti....mergjað.
Hér er linkur á síðuna:
http://www.newgeneralcatalog.com/
Fórum svo á Brooklyn museum að sjá Ron Mueck......það var GEÐVEIKT!!! Hann gerir vaxstyttur af fólki...hrikalega raunverulegar og detailerað og leikur sér með stærðirnar!! Ungabarn sem er jafnstórt og kókflaska, haus sem er jafnstór og heil manneskja og raunveruleg vaxmynd af pabba hans þegar hann er dáinn...styttan kallast "dead dad" Sjúgt...klikkað og mergjað....svo var heill salur með konunni hans uppí rúmi undir sæng..RISA stór...upphandleggurinn á henni stærri en manneskja....sjúkt, merjað og kreisí.
Mynd:


Svo var haldið heim og ég eldaði mitt venjulega tofu og drukkið hvítvín með. Svo endaði með því að Martha Colburn (animation konan sem kom sem gestalistamaður í Calarts) bauð okkur í jólapartý heim til sín...ég hafði alltaf ætlað að hafa samband við hana uppá að skoða stúdíóið...þannig að þetta var spennó. Tókum taxi niðrí Queens en gerðum þá skissu að fara út aðeins frá pleisinu til að kaupa bjór....við enduðum með að villast.....það var hellidemba..og þetta hverfi ekki alveg það öruggasta....svo eftir miklar vangaveltur og göngu í rigningunni fundum við húsið...þetta reyndist vera risa veitinga/bar/heimahús...þarna bjó hún semsagt ásamt tveim öðrum...þarna var RISA barlengja...og allskyns fólk og við Darri pínu eins og hálvitar, rennandi blaut...en svo var Martha rosa næs ...hún var að varpa gömlum 16 og súper 8 mm myndum á tjald inní rýminu...sáum gamla simpansa mynd...mjög fyndin...svo seinna sagði hún okkur að koma með sér inní herbergið sitt...og þar vorum við nokkur að spjalla...einn gaurinn var fyrrverandi calarts listanemandi og annar gaur sem Darri kannaðist við frá Berlín (lítill heimur) sem er að skrifa doctorsritgerð í bókmenntafræði...allt fólk á fertugsaldri...þarna inni var semsagt borð FULLT af fleiri gömlum filmum...svo fengum við far með þessu fólki heim...þau ætla öll á Darra sýningu...
hér er vefsíða Mörthu:
http://marthacolburn.com/
Svo er planið næstu daga að elda góðan mat, fara á skauta í Rockefeller center og fara í Gospell messu! Svo býr Una Dóra Copley hérna...hún er dóttir Nínu Tryggvadóttur og vinafólk mömmu og þau eru að undirbúa stóra sýningu til heiðurs henni í febrúar...en hún ætlar að bjóða okkur Darra í smá "preview" sem er frábært!
Það mun ekki verða mikið af pökkum á þessum jólum og það litla sem ég mun senda heim mun því miður koma seint...en ég sendi bara jólakveðju núna til allra, vona að allir hafi pís í hjarta og gleðilega hátíð. Merrí krísmas
Una
Jú, ég er í New York með Darra bróður núna...búum í íbúð vinar okkar, íbúðin er rétt við Williamsburg bridge í Brooklyn á horni Broadway og Bedford....Bedford er voða hipp svæði, fullt af búðum, kaffihúsum, dinerum...frábær stemning. Þetta er víst pínu á mörkunum hvað varðar safety en alveg allt í góðu. Íbúðin er rosa fín og stór stúdíóíbúð...góð vinnuaðstaða. Núna sitjum við hérna þrjú, ég Darri og Raggi vinur sem var að fljúga inn núna áðan. Hann verður með okkur hérna mestallan tíman.mér finnst Brooklyn svo miklu meira spennandi en Manhattan, erum samt búin að labba þar líka...aðalega í lower east side...það er fínt. Veðrið er gott...bara frekar hlítt og er spáð meiri hita á morgun...í gær rigndi.
Ég og Darri erum búin að hafa það æðislegt hérna..í gær var þétt dagskrá hjá okkur.
Fórum fyrst að skoða gallerýið sem Darri mun sýna í...það er í Greenpoint í Brooklyn...töff gallerí og gott svæði... og náunginn sem á galleríið alveg ógeðslega næs, það er stór bygging þarna hinumegin við götuna sem er kölluð pensilfactory (fyrrverandi verksmiðja) og þar er einhver góður bar þar sem maður fær eitt stykki pulsu með drykknum sínum...dont ask me why,...við vorum ekki búin að vera þarna lengi þegar vinir hans komu við og það endaði með því að okkur var boðið í eitthvað brjálað new years party með live tónlist og læti....mergjað.
Hér er linkur á síðuna:
http://www.newgeneralcatalog.com/
Fórum svo á Brooklyn museum að sjá Ron Mueck......það var GEÐVEIKT!!! Hann gerir vaxstyttur af fólki...hrikalega raunverulegar og detailerað og leikur sér með stærðirnar!! Ungabarn sem er jafnstórt og kókflaska, haus sem er jafnstór og heil manneskja og raunveruleg vaxmynd af pabba hans þegar hann er dáinn...styttan kallast "dead dad" Sjúgt...klikkað og mergjað....svo var heill salur með konunni hans uppí rúmi undir sæng..RISA stór...upphandleggurinn á henni stærri en manneskja....sjúkt, merjað og kreisí.
Mynd:


Svo var haldið heim og ég eldaði mitt venjulega tofu og drukkið hvítvín með. Svo endaði með því að Martha Colburn (animation konan sem kom sem gestalistamaður í Calarts) bauð okkur í jólapartý heim til sín...ég hafði alltaf ætlað að hafa samband við hana uppá að skoða stúdíóið...þannig að þetta var spennó. Tókum taxi niðrí Queens en gerðum þá skissu að fara út aðeins frá pleisinu til að kaupa bjór....við enduðum með að villast.....það var hellidemba..og þetta hverfi ekki alveg það öruggasta....svo eftir miklar vangaveltur og göngu í rigningunni fundum við húsið...þetta reyndist vera risa veitinga/bar/heimahús...þarna bjó hún semsagt ásamt tveim öðrum...þarna var RISA barlengja...og allskyns fólk og við Darri pínu eins og hálvitar, rennandi blaut...en svo var Martha rosa næs ...hún var að varpa gömlum 16 og súper 8 mm myndum á tjald inní rýminu...sáum gamla simpansa mynd...mjög fyndin...svo seinna sagði hún okkur að koma með sér inní herbergið sitt...og þar vorum við nokkur að spjalla...einn gaurinn var fyrrverandi calarts listanemandi og annar gaur sem Darri kannaðist við frá Berlín (lítill heimur) sem er að skrifa doctorsritgerð í bókmenntafræði...allt fólk á fertugsaldri...þarna inni var semsagt borð FULLT af fleiri gömlum filmum...svo fengum við far með þessu fólki heim...þau ætla öll á Darra sýningu...
hér er vefsíða Mörthu:
http://marthacolburn.com/
Svo er planið næstu daga að elda góðan mat, fara á skauta í Rockefeller center og fara í Gospell messu! Svo býr Una Dóra Copley hérna...hún er dóttir Nínu Tryggvadóttur og vinafólk mömmu og þau eru að undirbúa stóra sýningu til heiðurs henni í febrúar...en hún ætlar að bjóða okkur Darra í smá "preview" sem er frábært!
Það mun ekki verða mikið af pökkum á þessum jólum og það litla sem ég mun senda heim mun því miður koma seint...en ég sendi bara jólakveðju núna til allra, vona að allir hafi pís í hjarta og gleðilega hátíð. Merrí krísmas
Una
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home