fimmtudagur, október 09, 2008
miðvikudagur, september 10, 2008
mánudagur, ágúst 11, 2008
88 Boa Drum-fórum á rosa flott dæmi þar sem hljómsveitin Boredoms spilaði ásamt 88 trommurum í tilefni af dagsetningunni 08.08.08...geðveikt 88 mínútna lag var spilað í stórum garði í LA það var spilað á sama degi í Brooklyn...rosa viðburður og geðveik upplifun! Fann engar góðar myndir af þessu (og gleymdi myndavél sjálf) en hér er frétt um þetta:
http://www.reuters.com/article/domesticNews/idUSN8930342220080809?pageNumber=1&virtualBrandChannel=0
Annars er mikið stress núna, er að fara að flytja héðan út í lok mánaðar, flyt í herbergi nálægt skólanum og allt gott um það að segja. Hinsvegar þurfum ég mansi og miles líka að flytja úr íbúðinni okkar sem við bjuggum í í vetur og leigðum út í sumar (vegna þess að við vorum á árs samningi). Þannig að við þurfum að bíða eftir að gaurarnir flytji út og þá getum við flutt út og hreinsað...mikið af inn flutingi og útflutningi...Miles er enn að reyna að finna bústað hér í LA...mikið stress...svo er það bara "back to school" síðasta árið!
Ég tók nokkrar myndir sem ég setti á flickr: http://flickr.com/photos/unacalarts/
un
http://www.reuters.com/article/domesticNews/idUSN8930342220080809?pageNumber=1&virtualBrandChannel=0
Annars er mikið stress núna, er að fara að flytja héðan út í lok mánaðar, flyt í herbergi nálægt skólanum og allt gott um það að segja. Hinsvegar þurfum ég mansi og miles líka að flytja úr íbúðinni okkar sem við bjuggum í í vetur og leigðum út í sumar (vegna þess að við vorum á árs samningi). Þannig að við þurfum að bíða eftir að gaurarnir flytji út og þá getum við flutt út og hreinsað...mikið af inn flutingi og útflutningi...Miles er enn að reyna að finna bústað hér í LA...mikið stress...svo er það bara "back to school" síðasta árið!
Ég tók nokkrar myndir sem ég setti á flickr: http://flickr.com/photos/unacalarts/
un
laugardagur, júní 21, 2008
sjaldséðir hrafnar!
Erfitt að halda þessu bloggi gangandi, en hér er smá updeit.
Nú bý ég hér í yndislegri íbúð í Silverlake hverfi með Miles, bara yfir sumarið samt...svo er það aftur til Valencia fyrir síðasta sprettinn í skólanum. Hér að neðan sjáið þið myndir. Skólafélagar mínir Janelle og Jacky komu í heimsókn og ég notaði tækifærið og tók myndir af þeim á nýju myndavélina mína.
Hér er stór bakgarður með appelsínutré og sér vinnuherbergi inn af garðinum þar sem ég sit flesta daga og teikna, animera og vinn í lokaverkefni og öðrum verkefnum. Tvö stór verkefni í gangi og bæði mjög spennandi OG klárast bæði í lok næsta skólaárs.
Húsið er á hæð með útsýni yfir borgina og er staðsett á horni Sunset Boulevard og Silverlake Boulevard. Sunset er rosa löng gata með fullt af búðum og kaffihúsum og öllu....hinsvegar er Silverlake rólegri og sætari, þar er gott að fara í gönutúra eða út að hlaupa, ég hleyp oft að "Silverlake reservoir" sem er stór vatnspollur, voða huggulegt samt.... Hér eru mörg sæt hús og hipp fólk að labba með litlu eða stóru hundana sína...eða barnið...eða bæði. Já silverlake hverfið er svona blanda af hippahverfi og ríks fólks hverfi....fólk sem vill vera hippar en er í raun mjög ríkt og þarf og vill ekki að berjast fyrir neinu...ágætis fólk samt...allir vilja bara búa góðu lífi í friði...mikið af listafólki líka...hverfið er það lítið að ég hitti meira að segja fólk sem ég þekki á götunni...ótrúlegt miðað við þessa stóru borg sem LA er.









Nú er hitinn búinn að yfirtaka allt, viftan stöðugt á og stuttustu stuttbuxurnar eina sem virkar...
Hér lifi ég því lífi sem ekki er hægt að lifa í Valencia afþví Valencia er ekki partur af samfélaginu, Valencia er loftbóla sem allir passa sig að sprengja ekki...úthverfi...eins og ég hef áður sagt...alveg eins og hverfið í Edward Scissorhands.
Semsagt, hér hitti ég fólk sem er partur af samfélaginu og fer í grillveislur og á listasýningar og tónleika (downtown og hollywood er bara 10 mínútur í bíl). Fór í gær á Dubstep tónleika í Hollywood, mjööög skemmtilegt, Benga frá Englandi var að spila. Fórum um daginn á Lacma galleríið (eitt stæðsta gallerí hér) og sáum verk eftir Ed Ruscha, Sindy Sherman, Baldessari, Jeff Koons, Basquiat og fleiri. Um daginn hitti ég Matt Groening skapara Simpsons þáttana, Miles spjallaði lengi við hann, fengum svo bæði eiginhandaráritun, að sjálfsögðu...fórum á sýningu á nýjustu mynd Harmony Korine (sem gerði "Kids" og "Gummo"), þar mætti hann sjálfur ásamt Werner Herzog (sem gerði "Grizzly man" og "Even Dwarfs started Small"). Þannig að nú get ég sagt að ég sé búin að sjá og hitta slatta af frægu LA fólki.
Miles er að hjálpa kennara sínum að mála húsið sitt. Kennari hans er Ben Weismann, rithöfundur og myndlistamaður. Góður vinur Paul McCarthy og það gæti verið að Miles verði aðstoðlistamaður dóttur McCarthys í sumar líka, hún er performance artist...kemur allt í ljós.
Ég kem heim í þrjár vikur núna í júlí. Fyrir utan það að hitta fjölskyldu og vini hlakka í mest til að fara í sund og fá mér svo eina með öllu.
Ókei, sjáumst,
Una
Erfitt að halda þessu bloggi gangandi, en hér er smá updeit.
Nú bý ég hér í yndislegri íbúð í Silverlake hverfi með Miles, bara yfir sumarið samt...svo er það aftur til Valencia fyrir síðasta sprettinn í skólanum. Hér að neðan sjáið þið myndir. Skólafélagar mínir Janelle og Jacky komu í heimsókn og ég notaði tækifærið og tók myndir af þeim á nýju myndavélina mína.
Hér er stór bakgarður með appelsínutré og sér vinnuherbergi inn af garðinum þar sem ég sit flesta daga og teikna, animera og vinn í lokaverkefni og öðrum verkefnum. Tvö stór verkefni í gangi og bæði mjög spennandi OG klárast bæði í lok næsta skólaárs.
Húsið er á hæð með útsýni yfir borgina og er staðsett á horni Sunset Boulevard og Silverlake Boulevard. Sunset er rosa löng gata með fullt af búðum og kaffihúsum og öllu....hinsvegar er Silverlake rólegri og sætari, þar er gott að fara í gönutúra eða út að hlaupa, ég hleyp oft að "Silverlake reservoir" sem er stór vatnspollur, voða huggulegt samt.... Hér eru mörg sæt hús og hipp fólk að labba með litlu eða stóru hundana sína...eða barnið...eða bæði. Já silverlake hverfið er svona blanda af hippahverfi og ríks fólks hverfi....fólk sem vill vera hippar en er í raun mjög ríkt og þarf og vill ekki að berjast fyrir neinu...ágætis fólk samt...allir vilja bara búa góðu lífi í friði...mikið af listafólki líka...hverfið er það lítið að ég hitti meira að segja fólk sem ég þekki á götunni...ótrúlegt miðað við þessa stóru borg sem LA er.









Nú er hitinn búinn að yfirtaka allt, viftan stöðugt á og stuttustu stuttbuxurnar eina sem virkar...
Hér lifi ég því lífi sem ekki er hægt að lifa í Valencia afþví Valencia er ekki partur af samfélaginu, Valencia er loftbóla sem allir passa sig að sprengja ekki...úthverfi...eins og ég hef áður sagt...alveg eins og hverfið í Edward Scissorhands.
Semsagt, hér hitti ég fólk sem er partur af samfélaginu og fer í grillveislur og á listasýningar og tónleika (downtown og hollywood er bara 10 mínútur í bíl). Fór í gær á Dubstep tónleika í Hollywood, mjööög skemmtilegt, Benga frá Englandi var að spila. Fórum um daginn á Lacma galleríið (eitt stæðsta gallerí hér) og sáum verk eftir Ed Ruscha, Sindy Sherman, Baldessari, Jeff Koons, Basquiat og fleiri. Um daginn hitti ég Matt Groening skapara Simpsons þáttana, Miles spjallaði lengi við hann, fengum svo bæði eiginhandaráritun, að sjálfsögðu...fórum á sýningu á nýjustu mynd Harmony Korine (sem gerði "Kids" og "Gummo"), þar mætti hann sjálfur ásamt Werner Herzog (sem gerði "Grizzly man" og "Even Dwarfs started Small"). Þannig að nú get ég sagt að ég sé búin að sjá og hitta slatta af frægu LA fólki.
Miles er að hjálpa kennara sínum að mála húsið sitt. Kennari hans er Ben Weismann, rithöfundur og myndlistamaður. Góður vinur Paul McCarthy og það gæti verið að Miles verði aðstoðlistamaður dóttur McCarthys í sumar líka, hún er performance artist...kemur allt í ljós.
Ég kem heim í þrjár vikur núna í júlí. Fyrir utan það að hitta fjölskyldu og vini hlakka í mest til að fara í sund og fá mér svo eina með öllu.
Ókei, sjáumst,
Una